Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 55
RITMENNT
BJÖRN GUNNLAUGSSON OG NÁTTÚRUSPEKIN f NJÓLU
upphaf í tímanum, þannig: Setjum vér að Æternitas ante hafi ekkert
upphaf í tilliti til tímans, þá væri til sérhvers tiltekins tímapunkts út-
runnin eilífð, og þar með óendanleg röð rnældra árslengda í henni út-
hlaupin. Nú er óendanleiki raðar einmitt þarí innifalinn að hún aldrei
verði fullenduð með samskeytingu parta er korna hver eptir annan (suc-
cessiv synthesis). Þess vegna er óendanleg útrunnin eilífðarröð (áraröð)
ómöguleg, og þar með hlýtur Æternitas ante að hafa upphaf ef hún skal
vera til. Nú bið ég lesarann segja mér hvað skilur mína sönnun og
Kants, eða segja mér hvarí mín sé verri.84
Af því sem þegar hefur komið fram er ljóst, að alheimur Björns
Gunnlaugssonar var hæði eilífur og óendanlegur. Hann virðist
einnig hafa verið óumbreytanlegur. Það er eftirtektarvert, að
livergi í Njólu er fjallað um myndun eða þróun stjarnfræðilegra
fyrirbæra, þótt slílcar hugmyndir hefðu verið til umræðu meðal
heimspelcinga og stjörnufræðinga allt frá því að Kant setti fram
fyrstu drög að hinni svokölluðu þokukenningu í Allgemeine
Naturgeschichte und Theorie des Himmels árið 1755. Þar gerði
hann ráð fyrir, að sóllcerfið hefði orðið til við samdrátt risastórr-
ar gaskenndrar frumþoku. Jafnframt taldi liann, að önnur sólkerfi
væru stöðugt að myndast með sama hætti. Þessa stórbrotnu
kenningu, sem nú er talin í meginatriðum rétt, tók Laplace síð-
an upp á sína arma og endurbætti verulega í ritinu Exposition du
Systéme du Monde (París 1796).85 Við það varð kenningin þekkt
meðal lærðra sem leikra og Jónas Hallgrímsson minnist til dæm-
is á liana í ritgerðinni „Um eðli og uppruna jarðarinnar" [60], sem
birtist í Fjölni árið 1835, sjö árum áður en Njóla kom út.86
Þótt Björn ræði hvergi í Njólu um myndun stjarna og stjörnu-
lterfa, þá fer elclei á milli mála, að hann trúir slcöpunarsögu Bibl-
íunnar. Til að samræma hana mynd sinni af byggingu allieimsins
gerir hann ráð fyrir, að guð hafi slcapað heiminn úr einhvers lcon-
ar forveröld:
Eins og oss frá eilífð vantaði þessa einskorðuðu tilveru, sem vér nú höf-
um (því tilveru í efni eða frumefnum heimsins getum vér lengi hafa
84 Lhs 2119 8vo. Stafsetning liefur sums staðar verið færð til nútímalegra lrorfs.
Af tilvísunum í ritgerðardrögunum má sjá, að lrandritið er slcrifað cftir 1846.
85 Sjá einnig (81), bls. 155-65.
86 Kenningin er einnig rædd 1 grein Þorvalds Tlioroddsens „Nokkur orð um
jarðfræði" frá 1880 [98a]. Það er út af fyrir sig athyglisvert, að eklci er á hana
minnst í Stjörnufræði Ursins, sérstaklega í ljósi þess, að lokaorð bókarinnar
eru tekin beint úr Exposition du Systéme du Monde.
51