Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 28
EINAR H. GUÐMUNDSSON
RITMENNT
ar á þessum tíma. Ýmis tímarit í raunvísindum voru einnig
komin til sögunnar og helstu vísindamenn Norðurlanda birtu
þar reglulega pistla um rannsóknarniðurstöður sínar.38
Það virðist því nolclcuð ljóst, að Björn stundaði elcki rannsókn-
ir í stærðfræði eða stjörnufræði á sviðum, sem efst voru á baugi
í útlöndum. Öll hans verk voru miðuð við íslenskar aðstæður og
unnin fyrir land og þjóð. Hann naut mikillar virðingar hér á landi
fyrir stærðfræðigáfur og fræðistörf og var að auki fyrirmynd ým-
issa íslenskra samtímamanna, sem áhuga höfðu á stærðfræðileg-
um lærdómslistum og stunduðu þær í frístundum. Hann mun og
ávallt hafa verið reiðubúinn að aðstoða landa sína við slíka iðju
og rökræða við þá um fræðin. Einn af nemendum hans frá Bessa-
staðaárunum, séra Jón Einarsson Thorlacius (1816-72), gaf til
dæmis út Stundatal eptir stjörnum og tungli árið 1855, og fjallaði
Björn á jákvæðan hátt um verkið í stuttri blaðagrein [23a]. Hann
skrifaðist á við Jón Bjarnason (um 1791-1861) bónda í Þórorms-
tungu, sjálfmenntaðan stjörnufræðing, sem reiknað gat brautir
himintungla og samið almanök sem jöfnuðust á við verk skóla-
lærðra manna. Þetta staðfesti Björn í minningargrein um Jón,
sem birtist í Þjóðólfi árið 1861. Af greininni má ráða, að þeir Jón
og Björn hafi átt margt sameiginlegt og það virðist einnig hafa
verið álit samtímamanna. Eftirfarandi ummæli Björns um Jón
mætti því sennilega nota um hann sjálfan:
... þykist eg vita og jafnvel heyrt hafa, að siðferði hans og dagfar allt hafi
verið samboðið hans stjörnufræði, því hún Uranía hans mun hafa dreg-
ið huga hans frá öllu því hégómlega, auðvirðilega og fávísa jarðneska, og
haldið honum í auðmýkt til hins stóra, hátignarfulla og eilífa.39
Hugmynd um alheimsáformið
Að þríhyrningamælingunum undanskildum hefur meira verið
fjallað um Njólu í rituðu máli en nokkurt annað verk Björns
Gunnlaugssonar.40 Þótt þessi tvö þekktustu verk hans séu eins
38 Eitt af þessum tímaritum var Astronomische Nachrichten, sem H.C. Schu-
macher, kennari Björns, hóf að gefa út árið 1821. t>að kemur enn út.
39 Sjá [23b].
40 Njóla kom út þrisvar: Fyrst 1842, þá aukin og endurbætt 1853 og loks óbreytt
frá annarri útgáfu 1884 (19). Tilvísanir í þessari ritgerð eru í þriðju útgáfuna,
nema annað sé tekið fram. Orðið njóla er sótt í Alvíssmál og þýðir nótt.
24