Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 53
RITMENNT
BJÖRN GUNNLAUGSSON OG NÁTTÚRUSPEKIN í NJÓLU
Björn telur tímann og rúmið mynda órjúfanlega heild og að ei-
lífðin og alvíddin séu „þvert útþandar, hver við aðra, báðar eins
til komnar og undir eins, jafngamlar og jafnstórar." Hjá Birni eru
rúmið og tíminn greinilega algild í slcilningi Newtons, en jafn-
framt er skaparinn sjálfur utan rúms og tíma. Um þetta segir
meðal annars í Njólu:
Hann útþandi rúmsins rann,
í rúmi og tíð ófundinn;
segjum því ei sjálfan hann
sviði vissu bundinn.
Ef þá skipað yzt er tóm
óskapnaðar húmi,
mundi guð, að mínum dóm,
meiri' að tíð en rúmi.
Og síðar:
Kúlan, sem frá sól út fló,
ef sveima um eilífð feingi,
út úr faðmi aldrei þó
alvíddai hún geingi.
í ódagsettu uppkasti að gagnrýni á bók H.L. Martensens, Den
christelige Dogmatik, tekur Björn tímann til sérstakrar athug-
unar og þar koma fram atriði, sem ef til vill skýra betur umfjöll-
unina í Njólu. Hann segir meðal annars:81
Guð er höfundur tímans eða eilífðarinnar, hann er því ekki á ferð í þeim
eins og vér. Hann býr til í oss tilfinningu tímans. Hann stendur fyrir
utan tímann eða eilífðina og lærir ekkert af þeim, en þau hafa allt sitt
frá honum. Hans skilningur, þekking og ráðsályktan er því elcki undir-
orpin tímanum.
Guðs stöðupunlctur verður að vera ætíð og aldrei eins og hann er í rúm-
inu allstaðar og hvergi. Guð stendur hvergi í rúini né tíð, heldur er rúm-
ið og tíðin tilbúningur hans. Guð er enginn rúms eða tíma hlutur.
Þar á móti hefur Guð búið til í oss tímann; vér hljótum að skipta hon-
um í þrennt: fortíð, nútíð og framtíð, þess vegna hljótum vér að sltoða
Guðs alvisku sem eptirvitund, núvitund og forvitund án þess nokkur sé
greinarmunur á þessu í Guði sjálfum. Oss verður því að finnast eins og
vér séum á ferð í tímanum, og hættir því við eins og Martensen að láta
Eflaust rúmsins alvídd skær
eilífð tíðar svarar,
svo að guðs á gjörðum þær
gángi alsamfara.
81 Lbs 2119 8vo. Stafsctning licfur sums staðar verið færð til nútímalegra liorfs.
Bólr Martensens kom út í Höfn árið 1849.
49