Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 145
RITMENNT 8 (2003) 141-50
Vilhjálmm Stefánsson
Grænlendingar finna
Amerílcu
Þegar Vilhjálmur Stefánsson kom í síðasta skipti til Islands sumarið
1949, heimsótti hann m.a. Laufeyju Vilhjálmsdóttur, móður mína, en
Vilhjálmur og Guðmundur faðir minn Finnbogason voru góðir vinir, og
ritaði faðir minn bók um Vilhjálm, er Þorsteinn M. Jónsson gaf út á
Akureyri 1927. - í heimsókninni 1949 gaf Vilhjálmur mér eintak af bók
sinni um Grænland (Greenland), er komið hafði út í endurútgáfu í New
York 1947, en hafði fyrst verið prentuð 1943. - í hinni miklu umræðu
að undanförnu um Vínlandsferðir datt mér í hug, að mönnum hér þætti
fróðlegt að heyra, hvernig Vilhjálmur Stefánsson fjallaði um þær í bók
sinni um Grænland, og þýddi ég þá einn kafla bókarinnar, The
Greenlanders discover America (Grænlendingar finna Ameríku), og
flutti í útvarpi. Sú þýðing er nú birt hér í Ritmennt.
F.G.
Ameríkufundur Kólumbusar tengist í vitund flestra fundi
hans á San Salvador og Haítí. Með fundi íslands og
Grænlands eigum vér á sama hátt við Ameríkufund fyrir daga
Kólumbusar. Maður siglir ekki lengi umhverfis eyju í Karabíska
hafinu að hann rekist ekki á aðra eyju, og svo enn aðra og loks
sjálft meginlandið; né siglir maður lengi úti fyrir Grænlandi, að
hann finni ekki Baffineyju og síðan meginlandið.
Fyrir árið 1000 var rakin siglingarleið frá Noregi eða íslandi
til Grænlands. Norðmenn lögðu í haf frá sínu landi t.a.m. frá
Staði, sem er að kalla á sömu lengdargráðu og Suðausturland á
íslandi. Þeir tóku iðulega land á íslandi og liöfðu þar stundum
jafnvel vetursetu. En væru þeir að flýta sér, sigldu þeir rnilli
íslands og Færeyja, svo að „sjár væri í miðjum lilíðum fjalla" á
sunnanverðu íslandi.
Hvort sem farið var frá íslandi eða Noregi, var stefnt í vestur,
unz menn sáu fyrstu dreifðu ísjakana á reki í Grænlands-
Landsbókasafn.
Vilhjálmur Stefánsson.
141