Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 116
HRAFN SVEINBJARNARSON
RITMENNT
við Innréttingarnar eru athyglisverð hér. Þor-
steinn samdi ýmis kvæði og vísur og átti 18
sálma í sálmabókinni 1801,91 sem kölluð var
Leirgerður. Skal eklci fjölyrt um skáldskapar-
gildi þess sem þar er prentað, en vaktaravers
Þorsteins sverja sig mjög í þá ætt.
Elstu dönsku vaktaraversin, sem varð-
veitt eru, eru talin frá 1683 en prentuð
1686. Versin eru ætluð vökturunum í Kaup-
mannahöfn, eitt fyrir hverja stund frá
klulckan 9 að kvöldi til klukkan 4 að
morgni. Ný útgáfa var gefin út síðar á árinu
1686 og var þá versunum klukkan 9, 10 og
12 breytt.92
Frá árunum 1709, 1726 og 1729 eru til
prentuð vaktaravers handa vökturunum í
Kaupmannahöfn. Aftan á blaðið frá 1726
voru prentuð tvö ný vers undir öðrum hætti
sem áttu við klulckan 8 að kvöldi og 5 að
morgni.93 Aftan á blaðið frá 1729 voru einn-
ig prentuð tvö viðbótarvers, sem áttu lílca
við klukkan 8 að kvöldi og 5 að morgni, og
við þau er skrifað „begyndt med Marts
Maaned 1731".94 Næstu varóveittu prentan-
ir vaktaraversanna í Kaupmannahöfn eru
frá 1784 og 1798.
Um höfund eða höfunda dönsku vaktara-
versanna er flest á huldu þótt sumir hafi
viljað eigna þau biskupunum og slcáldunum
Thomasi Kingo (1634-1703) eða Anders
Christensen Arrebo (1587-1637).95 Aðrir
hafa verið nefndir sem líklegir höfundar.96
Allt eru þetta haldlitlar bollaleggingar.97
Sérstakar gerðir vaktaraversa voru til í
öðrum bæjum Danmerkur en Kaupmanna-
höfn, en Kaupmannahafnarversin voru þó
notuð víða þar í landi.98 Þau virðast hafa
borist víða og tíðkuðust einnig í bæjum í
Noregi.99 í bænum Falkenberg í Hallandi í
Svíþjóð voru vaktarar til ársins 1881. Á 19.
112
öld sungu þeir þýðingar dönslcu valctara-
versanna klukkan 10, 11, 12, 14 og 15.100
Versið klulckan 10 í Falkenberg var það sem
var sungið klukkan 9 í Danmörku. Þetta
tíðkaðist þó aðeins við stórhátíðir og brúð-
kaup. Annars var sami vaktarasöngur sung-
inn í Falkenberg og Stokkhólmi og öðrum
sænskum bæjum á 19. öld.'01
Við athugun á dönskum vaktaraversum
kemur í ljós að danslci textinn sem Þor-
steinn Sveinbjarnarson hefur notað við þýð-
ingu sína er ekki þekktur í heilu lagi.
Orðamunur í dönsku textunum er hér að-
eins notaður sem vísbending um skyldleika
90 Páll Eggert Ólason (1952) bls. 229.
91 Páll Eggert Ólason (1952) bls. 229.
92 Fausboll (1862) bls. 13-17 gerir grein fyrir útgáfum
vaktaraversanna í Kaupmannahöfn.
93 Fausboll (1862) bls. 14.
94 Fausboll (1862) bls. 14
95 Fausboll (1862) bls. 22-24.
96 Stein (1898) bls. 46.
97 Sbr. Clemmensen (1926) bls. 36-38 og Schiott
(1926) bls. 108.
98 A Helsingjaeyri var sérstakur söngur notaður af
vökturunum 1685, Fausboll (1862) bls. 21-22.
Stein (1898) bls. 47.
99 Vollsnes (2001) bls. 306. Hér má bæta við að í
Háskólabókasafninu í Bergen er að finna „Vægter-
vers i Bergen" prentuð á 19. öld, en þau hafa ekki
verið athuguð hér.
100 Möller (1916) bls. 129-32.
101 Möller (1916) bls. 133. I Stokkhólmi, Lundin og
Strindberg (1912) bls. 124, í Karlskrona miðað við
nótnalausan texta í Andersson (1912) bls. 14, í
Jönköping, prentað með nótum í Jönköpings his-
toria (1921) bls. 38, í Skara og Skövde Landtman-
son (1911) bls. 59-60, í Gautaborg 1825-35, prent-
að með nótum í Runa (1888) bls. 3; það lag var
útbreitt m.a. í Finnlandi sbr. Forslin (1939) bls.
166. Eldri gerð vaktarasöngsins í Stokkhólmi sem
rekja má til reglugerðar um brunavakt þar í borg
frá 2. apríl 1729 var einnig sungin í Finnlandi, sjá
Forslin (1939) bls. 158-63 og 165. Lag við hann
eftir sænskum heimildum er hjá Landtmanson
(1911) bls 58 og Norlind (1930) bls 21, dæmi nr. 1.