Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 18
EINAR H. GUÐMUNDSSON
RITMENNT
Det National historiske Museum.
Carl Ferdinand Degen, kenn-
ari Björns í stæröfræði.
Danmarks tekniske Museum.
Hans Christian 0rsted( kenn-
ari Björns í eðlisfræði.
Björn lauk öðru lærdómsprófi 1818 og hóf að því loknu nám í
æðri stærðfræði og landmælingum. Árið 1819 glímdi hann enn á
ný við verðlaunaverkefni háskólans í stærðfræði, sem fjallaði
um ákveðið vandamál í rúmfræði. Lausn hans þótti frumleg og
hlaut Björn því gullverðlaun í annað sinn í febrúar 1820.10
Því miður er margt á huldu um frekara nám Björns í Kaup-
mannahöfn. Þó er vitað að hann lærði landmælingar hjá Schu-
macher og vann hjá honum við þríhyrningamælingar á Holtseta-
landi á árunum 1820 og 1821.11 Hann hefur væntanlega einnig
stundað frekara nám í stærðfræði undir handleiðslu Degens. Að
sögn Ottós J. Björnssonar er vitað, að veturinn 1819-20 las hann
meðal annars verk raunvísindamannanna L. Eulers, J.L. Lagranges
og A.G. Kástners [74]. Víst er, að Björn átti bælcur eftir þessa þrjá
heiðursmenn, og voru þær seldar á uppboði að honum látnum.
Hið sama gildir um bækur um stjörnufræði og landmælingar eft-
ir T. Bugge, sem Björn hefur eflaust lesið á námsárum sínum í
Höfn.12
una í Höfn til 1829 var Erasmus Georg Fog Thune (1785-1829), prófessor í
stærðfræði og forstöðumaður stjörnuturnsins 1 Höfn. Hann hafði einnig lært
hjá Gauss í Göttingen. Um Schumacher má lesa hjá [2, 3, 5, 69, 71, 90] og
Thune hjá [4, 78, 90). Grein Schumachers „Almyrkvi á sólu í Vínarborg síð-
asta dag júlímánaðar 1842" birtist í þýðingu Jónasar Hallgrímssonar (1807-
1845) í Fjölni, 6. ár, 1843, bls. 55-58. Hans Christian 0rsted (1777-1851) var
prófessor í eðlisfræði við Hafnarháskóla 1806-51. Hann er þekktastur fyrir að
hafa uppgötvað seguláhrif rafstraums. Uppgötvunin var gerð vorið 1820 í
Kaupmannahöfn, á námsárum Björns Gunnlaugssonar. Um 0rsted má t.d.
lesa hjá [44].
10 Sjá Dansk Litteratur-Tidende for Aaret 1819, bls. 79 og Dansk Litteratur-
Tidende for Aaret 1820, bls. 79. Uppskrift af sameiginlegri umsögn Degens,
Schumachers og Thunes um ritgerðina er varðveitt sem handrit í Lbs 384 fol.
Næsti íslenski verðlaunahafinn 1 stærðfræði var Ólafur Dan Daníelsson
(1877-1957), sem hlaut gullverðlaun 1901. Hálfri öld síðar, 1951, komu þau
svo í hlut Sigurðar Helgasonar (f. 1927).
11 Sjá [76] og einnig bréf Björns til Bjarna Þorsteinssonar síðar amtmanns
(1781-1876) í Lbs 437a fol.
12 Sjá Uppboðsbók 1875-1880, Reykjavík XXIV, no. 14 á Þjóðskjalasafni fs-
lands. Svisslendingurinn Leonhard Euler (1707-83) og Frakkinn Joseph Lou-
is Lagrange (1736-1813) eru báðir heimsþelcktir raunvísindamenn. Abraham
Gotthelf Kástner (1719-1800) var prófessor í stærðfræði í Göttingen. Thomas
Bugge (1740-1815) var forveri Schumachers sem prófessor í stjörnufræði við
Hafnarháskóla á árunum 1777-1815. Hann var einnig prófessor í stærðfræði.
Um Bugge má t.d. lesa hjá [2, 5, 69, 71, 90]. í handritadeild Landsbókasafns
eru varðveitt nokkur handrit Björns frá háskólaárunum með útreikningum
hans og stærðfræðilegum úrlausnum.
14