Ritmennt - 01.01.2003, Side 40
EINAR H. GUÐMUNDSSON
RITMENNT
Eftir að hafa minnst á halastjörnur sem hluta af sólkerfinu
beinir Björn athygli lesenda sinna að fastastjörnunum og lýsir
dreifingu þeirra í geimnum. Lýsing hans er í fullu samræmi við
viðteknar skoðanir á gerð alheimsins á fyrri hluta nítjándu ald-
ar. Hins vegar má sjá þess merki, eins og reyndar víðar í kvæð-
inu, að framsetningin er örlítið á eftir tímanum hvað sum atriði
varðar. Það er kannski skiljanlegt, þegar hafður er í huga sá tími
sem það tók upplýsingar að berast til norðurslóða frá miðsvæði
vísindarannsólcna í Mið-Evrópu og Englandi. Einnig gæti þetta
verið vísbending um það, að hluti Njólu sé saminn talsvert
löngu áður en kvæðið kom út.
Dreifing fastastjarnanna og fjarlægð hafði lengi verið mönn-
um mikil ráðgáta. Á sínum tíma taldi Aristóteles útilokað, að al-
heimurinn gæti verið óendanlegur og vegna langvarandi áhrifa
hins gríska spelcings endaði jarðmiðjuheimur síðmiðalda því í
fastastjörnuhvelinu. Hið sama átti reyndar við um sólmiðju-
heim Kóperníkusar. Fylgismenn sólmiðjukenningarinnar höfðu
þó lengi af því áhyggjur, að brautarhreyfing jarðar um sólu virt-
ist ekki valda neinni sýndarhliðrun fastastjarna á hvelfingunni.
Eina skynsamlega svarið virtist vera, að fastastjörnurnar væru
svo langt í burtu, að sýndarfærslan væri elcki greinanleg.56 Þetta
reyndist vera rétt, en það var ekki fyrr en 1838, sem stjarnmæl-
ingum hafði fleygt það mikið fram, að Friedrich Wilhelm Bessel
Gauss heimsfrægan. Hann skrifaði síðan mikið verk um aðferðir til að
reikna brautir hnatta I sólkerfinu: Theoria motus corporum coelestium in
sectionibus conicis solem ambientium (Kenning um gang himintungla eftir
keilusniðum um sólu,- Hamborg 1809). Þessa bók mun hafa borið á góma,
þegar þeir Björn og Gauss hittust á sínum tíma (sjá [74]).
56 Það leið langur tími frá því bók Kóperníkusar De revolutionibus orbium
coelestium (Um snúninga himinhvelanna) kom út í Núrnberg árið 1543 og
þar til sólmiðjukenningin hafði unnið fullan sigur á jarðmiðjukenningunni.
Einn af mörgum, sem gagnrýndu kenningu Kóperníkusar löngu eftir að hún
kom fyrst fram, var Gísli Þorláksson síðar biskup á Hólum (1631-84). Það var
í dispútatíunni De stellis fixis et errantibus (Um fastastjörnur og reikistjörn-
ur, Kaupmannahöfn 1651). í þessu verki Gísla var í fyrsta sinn minnst á
hvirflakenningu Renés Descartes (1596-1650) í prentuðu máli í Danmörku.
Meira en hálfri öld síðar ritaði annar íslendingur, Þorleifur Halldórsson síðar
rektor á Hólum (1683-1713), tvær dispútatíur til stuðnings sólmiðjukcnning-
unni. Hin fyrri er Schediasma mathematicum de Aplane (Um fastastjörnur;
Kaupmannahöfn 1707), og eru þar jafnframt færð rök fyrir óendanlegum al-
heimi. í seinni dispútatíunni, Schediasma de Sole Retrogrado Es. XXXVIII
v.8 (Um bakhreyfingu sólar í Jesaja 38,8; ICaupmannahöfn 1710), er heims-
mynd Kóperníkusar beitt gegn lýsingu ritningarinnar á bakhreyfingu sólar.
■
36