Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 51
RITMENNT
BJÖRN GUNNLAUGSSON OG NÁTTÚRUSPEKIN í NJÓLU
Nokkrum árum áður hafði hann einnig ritað áhugaverða dispúta-
tíu um óendanleikann: Dissertatio philosophica de infinito
(Heimspekileg tilraun um óendanleikann; Kaupmannahöfn
1762).74
Vitað er að Þorkell Arngrímsson Vídalín (1629-77) fjallaði um
tímann í ritgerð, sem birt var í ritinu Disputationes physicæ
duodecim (Tólf fyrirlestrar um náttúruspeki; Kaupmannahöfn
1652). Verk þetta kom út á vegum Runólfs Jónssonar (urn
1620-54) fyrrum rektors á Hólurn, sem hélt eins konar skóla í
náttúruspelci í Höfn á árunum 1649-51. Því miður munu engin
eintök nú vera til af þessu riti.75 Þorleifur Halldórsson, sá sem
áður var nefndur, ritaði einnig um tímann í dispútatíunni De
natura et constitutione temporis (Um eðli og uppruna tímans),
sem kom út í Höfn árið 1709.
Hugtökin rúm og tími koma beint eða óbeint við sögu í öllum
alþýðlegum fræðsluritum þar sem fjallað er um stjörnurnar og
himingeiminn. Þetta á til dæmis við um Náttúruhistoríu
Buschings, Landaskipunarfræðina, Vinagleði, Náttúruskoðara
Suhrns, Stjörnufræði Ursins og að sjálfsögðu Njólu.76
Eftir daga Björns Gunnlaugssonar voru þessi viðfangsefni tek-
in til ítarlegar heimspekilegrar umfjöllunar í yfirgripsmikilli og
vandaðri grein Gríms Thomsens (1820-96) „Rúm og tími", sem
birtist árið 1885 [46]. Ólafur Dan Daníelsson ritaði svo fyrstu ís-
lensku greinina um afstæðiskenninguna árið 1913 og fylgdi
henni eftir nokkrum árurn síðar með tveimur öðrum ritsmíðum
[75].77
74 Henry A. Henrysson hefur samið ítarlega ritgerð um liugmyndir Skúla Thor-
laciusar [56]. í henni fjallar hann einnig almennt um óendanleikahugtakið í
heimspeki.
75 Sjá [41).
76 í neðanmálsgrein í Náttúruskoðara, bls. 123-24 ræðir Jón lærði stuttlega um
stærð rúmsins og vitnar í því sambandi í Stierne-Katechismus (Kaupmanna-
höfn 1788) eftir P. Soeborg og Philosophiens Ideer (Kaupmannahöfn 1788-89)
eftir T.J. Rothe.
77 Um afstæðiskenninguna má einnig lesa hjá höfundi hennar [45a]. Þótt ekki
sé rætt um kenningu Einsteins í grein Þorvalds Thoroddsens „Heirnur og
geimur" frá 1917 [98e[ er þar fjallað á skemmtilegan liátt um ýmsar eldri hug-
rnyndir um rúm og tíma. Þar er jafnframt að finna allítarlega umfjöllun um
ljósvakann. I þessu sambandi má og benda á athyglisvert verk Brynjólfs
Bjarnasonar, Heimur rúms og tíma, frá 1980 [28].
47