Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 112
HRAFN SVEINBJARNARSON
RITMENNT
við að hlýða á hvernig söngur valctaranna á
götuhornum í Kaupmannahöfn blandaðist
saman og samdi upp úr því nokkurs konar
tónsprell, „En musikalsk Spog".73
Lúðvík Holberg var gamanleikjaskáld og
prófessor í Kaupmannahöfn, samtímamað-
ur Árna Magnússonar. Hann var viðkvæm-
ur fyrir hávaða og hefur á nokkrum stöðum
ritaó um söng vaktara.74 í bréfi hans um
vaktarasöng segir að eitt sé að velcja athygli
á árvelcni sinni með hljóði og söng en annað
að breka eins og asni út í bláinn.75 Holberg
nefnir að eftir brunann í Kaupmannahöfn
1728 hafi borgaryfirvöld fyrirskipað að vakt-
ararnir skyldu hrópa á stundarfjórðungs
fresti. Þetta stóð þó eklci lengi, en Holberg
lýsir þessum ófögnuði sem stanslausu
„basso continuo" alla nóttina. Til að hefna
sín á vaktara nokkrum, sem spillti nætur-
friði hans með skerandi orgi, segist Holherg
hafa sett saman eftirfarandi epígramm:
kominn o.s.frv.) megi telja með elstu söngv-
um vaktmanna.78
Reylcvísku vaktararnir áttu að kalla og
syngja eins og starfsbræður þeirra í Kaup-
mannahöfn, en eins og áður segir hefur
vakttíminn verið lengri á íslandi en í Dan-
mörku að vetrarlagi og ef til vill styttri að
sumarlagi.
Samkvæmt 3. grein vaktarainstrúxins frá
1792 áttu valctararnir í Reykjavílc að syngja
til að gera vart við sig, svo að yfirmenn
þeirra gætu fylgst með því úr rúmi sínu að
þeir stæðu vaktina. Einnig hafa þeir átt að
fæla nærstadda, sem kynnu að hyggja á
myrkraverk, frá athæfi sínu. Á svipaðan
hátt var valctmönnum í Vestmannaeyjum
lagður sá starfi á herðar að hlaða vörðu á
hverri nóttu til að sanna að þeir hefðu vak-
að á verðinum. Sama tilgangi þjónaði það að
slá glas á skipum. Árið 1909 voru í þessu
skyni tekin upp gæsluúr hjá vökturunum í
Desine Petre mihi cantando optare qvietem,
Dormio, qvando taces, cum canis evigilo.76
Árstími Vakttimi Kallað á hverri
klukkustund
nóv.-febrúar 19-7 20-5
mars og okt. 20-6 21-4
september 20-5 21-4
apríl og ágúst 21-5 22-3
mai-júlí 22-5 23-2
Vakttíminn í Kaupmannahöfn og hve oft var
kallað eftir árstímum77
Varðturna og virkja með tónlistarflutningi
vaktara gætir ekki í íslenskum heimildum
frá fornum tímum. Þó hefur Hans Brix bent
á aó Bjarkamál hin fornu (Dagur er upp
73 Prentað í Berggreen (1869) bls. 312, sbr. athugasemd
í sama riti bls. 377. Tónsprell af sama tagi, Vægte-
rens Svanesang paa Studenterlcarnevalet den 5.
Marts 1863, er nefnt hjá Jespersen (1932) bls. 35
nmgr.
74 Holberg (1953) bls. 155.
75 „Thi et er ved Lyd og Sang at give Aarvaagenhed
tilkiende, et andet er at skryde som Esler hvorudi
ingen Fornodenhed er."
76 Holberg (1947) bls. 331-32, Epistola CCLXXXIV.
Þýðing: Hættu Pétur að óska mér hvíldar í söng. Ég
sef meðan þú þegir, þegar þú syngur vakna ég.
77 Taflan er byggð á 5. grein Vaktarainstrúxins í
Kaupmannahöfn 1784, Instruction (1784) bls. 5-6.
Mismunandi vakttimi að vetri og sumri tíðkaðist
einnig í Þýskalandi, sbr. tilskipun borgaryfirvalda í
Chemnitz 1488, Wichner (1897) bls. 15. Skv. til-
skipun um vaktara í Þrándheimi í Noregi um 1840
var vakttíminn þar einnig breytilegur eftir árstím-
um, Vollsnes (2001) bls. 307.
78 Jersild og Brix (1951) bls. 8. Sjá endurgerð þess
ltvæðis, Jón Helgason (1959).
108