Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 138
GÍSLI BRYNJÚLFSSON
RITMENNT
gaf utanum fékk eg /;l(aud) præ ceteris". Eg gét því ekki sagt að
karaktérinn sé svo slæmur yfir höfuð og hætti því að tala um
hann með þeirri óslc og von að eg verði elclci of harðt dæmdur þó
mér ekki hafi geingið eins vel og skyldi; enn það gét eg sagt með
sanni að aldrei hefi eg verið eins daufur í nolckru examini fyr því
mér fannst varla neitt vera sem mér ekki hlekktis<t> dálítið á í
nema „þyðskan" og „franskan". - Jónas Guðmundsson sem
gékk upp með mér fékk líka „lauð" í höfuðkaraktér, enn lcarakt-
ér hans er betri enn minn og hann átti það líka; Hann féklc
„præ" í „lat(inu), grisku, hebr(esku) og geometriu" í hinu „lauð"
nema „dönskum stíl": „hauð"; hann hafði hvörki frönslcu né
þyðsku. - Annars voru höfuðendalokinn á artium þaug að af
þeim, eg trúi: 120 sem áttu að gánga upp; fengu meir enn
helmingur „hauð", hinir „lauð" nema noklcrir sem urðu
„rejekt" og eirn, að nafni „Ríemestað" sem var „innkallaður". -
Annars hefur mér liðið ofboð vel hér í vetur, eg hefi altaf verið
frískur, nema eg hafði hérna um daginn dálítið kvef. Allir hafa
verið mér ofboð góðir og eg hefi komið hér í mörg hús: til R.
Níelsens sem ásamt konu sinni hefur verið ógn góður við mig og
verið að ráða mér hvað eg skyldi géra etc.; til Rafns sem eg opt
hefi verið í heimhoðum hjá á kvöldin og stundum á böllum; til
frú Jóhnsen, sem líka hefur verið mér ógnargóð, þar var eg gamla-
árskvöldið með Grími, og voru okkur þar géfnar „nyársgjafir"
sín frá hvörju af börnum frúarinnar, eg fékk tildæmis meðal
annars penínga-buddu sem kom mér vel, því eg veit ekkért hvað
orðið hefur af peníngabuddunni sem þú gafst mér með silfur-
hólkonum, og átti von á að hún væri í púltinu mínu enn þegar
eg fór að gá að var hún þar ekki, eg ærðist að leita að henni enn
gat ekki fundið, til allrar lukku var eklcért í henni nema
„demifrankinn" minn litli sem mér altaf hafði þólct svo vænt
um. Við vorum um kvöldið að tala um hvað þú nú mundir vera
að géra og Rikka var að segja sig lángaði til að skrifa þér og biðja
þig að koma híngað til Hafnar, svo hvör veit nema þú fáir bréf frá
henni einhvö<r>ntíma í vor, að minnstakosti heilsa eg þér nú frá
þeim öllum. Hérna um dagin var eg í heimboði hjá Petersen
kaupmanni með Egilsen og Grími. Lílca hef eg opt komið til
Sívertsens og til Skapers. Schapersfólkið þekkir vel prestinn
Lund og þegar eg fór að spurja eptir honum kom það upp að frú
Schapers hefði séð þig í veitslu Lunds og kannaðist hún við þig
undir nafninu Thorarensen; Lárus bróðir minn sagði það að í
heilt ár hefði <hann> borðað þar í húsinu. Rétt fyrir jól kom frú
134