Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 47
RITMENNT
BJÖRN GUNNLAUGSSON OG NÁTTÚRUSPEKIN í NJÓLU
í skýringum sínum fer Björn meðal annars eftirfarandi orðum
um Vetrarbrautina:
Að vér búum í Vetrarbrautinni, er auðséð af því, að hún umkringir oss,
að vér séum þó ekki mitt í henni, er lílclegt, af því hún sýnist gisnari,
öðru rnegin. Að allt, sem vér sjáum á himninum, sé og svo í vetrarbraut-
inni nema stjörnuþokurnar, er skiljanlegt, af því að þær nálægari sólirn-
ar, vegna þess þær eru nær, glennast hver frá annari, sjást einstakar og
útbreiðast um allan himininn; hinar fjarlægari þar á rnóti hlaupa sam-
an, og hverfa auganu vegna fjarlægðar, en mynda með sameinuðum
glarnpa sínum það glætubelti yfir um allan himininn, er alment kallast
Vetrarbraut, þó allar einstakar stjörnur út um allan himininn heyri
henni líka til, þegar hún er huglcidd sem eitt sóla-kerfi. Þessi ógnar grúi
af sólum myndar þá flokk, sem er lagaður eins og þykk kríngla, hvað
einnig er samkvæmast gánglögunum, þegar alt skal snúast nær því á
einn veginn kríngum aðalsólina. Röndin á þessari lcrínglu verður þá
lengst burt frá miðjunni, utan við hverja vér búum, og myndar þá svo
kölluðu Vetrarbraut í þreyngri merlungu. En flatvegir krínglunnar verða
þar á móti nær miðjunni, og innibinda þær aðskildu stjörnur, er vér sjá-
um útdreifðar um allan himininn, en innilokast þó af Vetrarbrautarinn-
ar baug.
Stigveldinu í Vetrarbrautinni lýsir Björn svo í kvæðinu:
Áfram túnglin öll í hríng
um plánetur gánga,
svo þær aptur sól í kríng
sendast vegi lánga.
Mælt er sólna sólirnar
segultaums á eyki
ótal kríng um eina þar
aðalsunnu leiki.
Aptur kríng urn sólna sól
sólir í baugum renna;
sólna sólir hærra hjól
himinrásum spenna.
í skýringunum segir um síðasta erindið: „[Það] á svo að skiljast:
menn halda, að sólna sólirnar hlaupi fyrir þýngdarinnar dráttar-
krapt (á segultauma hestum) kríngum eina miðsól." Bæði Kant
og Lambert gerðu ráð fyrir, að í miðju Vetrarbrautarinnar væri
risasól, sem héldi kerfinu saman og allar hinar sólirnar snerust
um. í riti sínu færði Kant rök fyrir því að miðsólin væri Síríus.
Sú skoðun er röng og kann að þylcja furðuleg í dag, en á sínum
tíma var hún ekkert ósennilegri en hver önnur. I verlcum ann-
arra höfunda komu fram ýmsar aðrar hugmyndir um miðsólina,
43