Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 24
EINAR H. GUÐMUNDSSON
RITMENNT
Vaxandi áhugi almennings á stjörnufræði í kjölfar útgáfu
Njólu og Stjörnufræði Ursins var væntanlega ástæða þess, að
Björn tók sig til og samdi leiðbeiningar um stjörnuskoðun fyrir
byrjendur, sem lcomu út í tveimur hlutum 1845 og 1846 [21].
Þetta reyndist vera síðasta ritverkið sem Björn samdi á Bessa-
stöðum. Bessastaðaskóla var slitið í síðasta sinn vorið 1846 og
skólahald flutt til Reykjavíkur. Þegar skólinn var settur í fyrsta
sinn á hinum nýja stað var Björn Gunnlaugsson 58 ára.
í Reykjavíkurskóla
Saga Lærða skólans í Reykjavík hefur verið skráð í glæsilegu
fjögurra binda verki, þar sem meðal annars er gerð ítarleg grein
fyrir kennslu og námsefni í hinum ólíku greinum, allt frá stofn-
un skólans, 1846, til ársins 1975 [55]. Þar kemur meðal annars
fram, að talsverð breyting varð á lcennslu í raungreinum við
flutninginn frá Bessastöðum. Meiri áhersla var lögð á stærðfræði
en áður og farið var að kenna eðlisfræði, efnafræði og náttúru-
sögu (náttúrufræði), auk stjörnufræði, sem bættist við nokkrum
árum síðar. Aðalkennarinn í öllum þessum greinum, nema nátt-
úrusögunni, var frá upphafi Björn Gunnlaugsson, og var hann
burðarásinn í raungreinalcennslunni þar til hann lét af störfum
árið 1862, þá 74 ára.
Við flutninginn virðist Lærði skólinn loksins hafa náð því tak-
marki að standa jafnfætis tilsvarandi skólum í Danmörku og
Noregi í raungreinakennslu, að minnsta kosti hvað bóklega
hlutann varðaði. í stærðfræðinni notaði Björn í fyrstu kennslu-
bækur eftir sömu höfunda og á Bessastöðum (aðra en Bjorn), það
er að segja reikningsbók Ursins og rúmfræðibækur Ursins og
Svenningsens. Bólc Svenningsens var þó fljótlega lögð á hilluna
og í staðinn komu nýjar bækur eftir þá Ursin og C. Ramus.
Einnig notaði Björn um tíma talnafræði eftir L.S. Fallesen og síð-
ar reikningsbók eftir M.R.G. Assens.26
26 Christian Ramus (1806-56) var prófessor í stærðfræði, bæði við Fjöllistaskól-
ann og Hafnarháskóla og mikilvirkur höfundur kennslubóka. Hann kenndi
m.a. Jóni forseta stærðfræði. Ludvig Sophus Fallesen (1807-40) var stærð-
fræðikennari við danska skógræktarskólann. Ramus og Fallesen eru þeir höf-
undar, sem Björn vfsar oftast til í Tölvísi. Michael Rodevald Gjorup Assens
(f. 1824) var kennari við lærða skólann í Álaborg.
20