Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 49
RITMENNT
BJÖRN GUNNLAUGSSON OG NÁTTÚRUSPEKIN í NJÓLU
litrófsmælingar komu til sögunnar upp úr miðri öldinni. í þessu
sambandi verður að hafa í huga, að á þessum tíma vissu menn
mjög lítið um eðli og þróun sólstjarna og deyfandi áhrif geimefn-
is á ljósið frá stjörnunum voru enn óþelckt. Jafnframt villti það
um fyrir mönnum, að ljósþokur eru mismunandi: Sumar eru
geimþokur í Vetrarbrautinni, aðrar fjarlægar stjörnuþokur.
Um og upp úr 1870 var svo lcomið, að heimsmynd stjörnu-
fræðinnar hafði gjörbreyst og ljósþolcurnar voru nú flestar, ef
ekki allar, taldar hluti af Vetrarbrautinni. Það leið þó talsverður
tími þar til þessar fréttir síuðust inn í alþýðleg rit um stjörnu-
fræði. Sjá má glögg merki um óvissuna í þessu efni í bókum, sem
út komu hér á landi á árunum 1889 til 1926. í þeim er tekið sér-
staklega fram, að elclci sé vitað með vissu, livort þokurnar séu
sjálfstæðar stjörnuþokur eða tilheyri Vetrarbrautinni.70
í tveimur íslenskum tímaritsgreinum er þó tekið af skarið
hvað þetta varðar. í ritgerð Agústs H. Bjarnasonar „Heimsmynd-
in nýja" frá 1915 [6b] er elcki minnst á fjarlægar vetrarbrautir.
Gert er ráð fyrir, að þokurnar séu í Vetrarbrautinni og að
minnsta kosti hluti þeirra séu sólkerfi í myndun. Tekið er í svip-
aðan streng í grein Þorvalds Thoroddsens „Heimur og geimur"
frá 1917 [98e[. Þar er því einnig lýst, hvernig Vetrarbrautin sé
eins og risavaxin eyja, alein í ómælisvíddum geimsins. Þetta var
hin viðtekna heimsmynd stjarnvísinda á þessum árum, þótt til
væru fræðimenn, sem gátu alls elcki fallist á hana og töldu full-
víst að til væru aðrar stjörnuþokur. Rétt er að minna á, að það
var einmitt um þetta leyti, sem Alhert Einstein (1879-1955)
setti fram fyrsta heimslíkan almennu afstæðiskenningarinnar.71
70 Um er að ræða bækur eins og Stjörnufræði (Reykjavík 1889) eftir Björn Jens-
son (1852-1904), dótturson Björns Gunnlaugssonar, Hvers vegnai-Vegna
þess (Kaupmannahöfn 1891-93) eftir Henri de Parville (1838-1909), Úraníu
(Kaupmannahöfn 1898) eftir Camille Flammarion (1842-1925), Á öðrum
hnöttum (Reykjavík 1915) eftir Sigurð Þórólfsson (1869-1929), Vetrarbraut
(Reykjavík 1926) eftir Ásgeir Magnússon (1866-1925) og Himingeiminn eftir
Ágúst H. Bjarnason |6d).
71 Það var árið 1917. Um var að ræða kyrrstæðan kúluheim og til þess að koma
í veg fyrir að hann hryndi saman undan eigin þunga innleiddi Einstein frá-
hrindandi allshcrjarkraft, sem lýst er með svokölluðum heimsfasta. Þegar út-
þensla alheims var uppgötvuð árið 1929 fjarlægði Einstein heimsfastann úr
afstæðiskenningunni. Hann hefur samt skotið upp kollinum öðru hverju,
núna síðast í tengslum við sívaxandi útþensluhraða alheimsins [43].
45