Ritmennt - 01.01.2003, Side 49

Ritmennt - 01.01.2003, Side 49
RITMENNT BJÖRN GUNNLAUGSSON OG NÁTTÚRUSPEKIN í NJÓLU litrófsmælingar komu til sögunnar upp úr miðri öldinni. í þessu sambandi verður að hafa í huga, að á þessum tíma vissu menn mjög lítið um eðli og þróun sólstjarna og deyfandi áhrif geimefn- is á ljósið frá stjörnunum voru enn óþelckt. Jafnframt villti það um fyrir mönnum, að ljósþokur eru mismunandi: Sumar eru geimþokur í Vetrarbrautinni, aðrar fjarlægar stjörnuþokur. Um og upp úr 1870 var svo lcomið, að heimsmynd stjörnu- fræðinnar hafði gjörbreyst og ljósþolcurnar voru nú flestar, ef ekki allar, taldar hluti af Vetrarbrautinni. Það leið þó talsverður tími þar til þessar fréttir síuðust inn í alþýðleg rit um stjörnu- fræði. Sjá má glögg merki um óvissuna í þessu efni í bókum, sem út komu hér á landi á árunum 1889 til 1926. í þeim er tekið sér- staklega fram, að elclci sé vitað með vissu, livort þokurnar séu sjálfstæðar stjörnuþokur eða tilheyri Vetrarbrautinni.70 í tveimur íslenskum tímaritsgreinum er þó tekið af skarið hvað þetta varðar. í ritgerð Agústs H. Bjarnasonar „Heimsmynd- in nýja" frá 1915 [6b] er elcki minnst á fjarlægar vetrarbrautir. Gert er ráð fyrir, að þokurnar séu í Vetrarbrautinni og að minnsta kosti hluti þeirra séu sólkerfi í myndun. Tekið er í svip- aðan streng í grein Þorvalds Thoroddsens „Heimur og geimur" frá 1917 [98e[. Þar er því einnig lýst, hvernig Vetrarbrautin sé eins og risavaxin eyja, alein í ómælisvíddum geimsins. Þetta var hin viðtekna heimsmynd stjarnvísinda á þessum árum, þótt til væru fræðimenn, sem gátu alls elcki fallist á hana og töldu full- víst að til væru aðrar stjörnuþokur. Rétt er að minna á, að það var einmitt um þetta leyti, sem Alhert Einstein (1879-1955) setti fram fyrsta heimslíkan almennu afstæðiskenningarinnar.71 70 Um er að ræða bækur eins og Stjörnufræði (Reykjavík 1889) eftir Björn Jens- son (1852-1904), dótturson Björns Gunnlaugssonar, Hvers vegnai-Vegna þess (Kaupmannahöfn 1891-93) eftir Henri de Parville (1838-1909), Úraníu (Kaupmannahöfn 1898) eftir Camille Flammarion (1842-1925), Á öðrum hnöttum (Reykjavík 1915) eftir Sigurð Þórólfsson (1869-1929), Vetrarbraut (Reykjavík 1926) eftir Ásgeir Magnússon (1866-1925) og Himingeiminn eftir Ágúst H. Bjarnason |6d). 71 Það var árið 1917. Um var að ræða kyrrstæðan kúluheim og til þess að koma í veg fyrir að hann hryndi saman undan eigin þunga innleiddi Einstein frá- hrindandi allshcrjarkraft, sem lýst er með svokölluðum heimsfasta. Þegar út- þensla alheims var uppgötvuð árið 1929 fjarlægði Einstein heimsfastann úr afstæðiskenningunni. Hann hefur samt skotið upp kollinum öðru hverju, núna síðast í tengslum við sívaxandi útþensluhraða alheimsins [43]. 45
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.