Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 98
HRAFN SVEINBJARNARSON
RITMENNT
Frá 1294 hafa verið vaktarar í Kaup-
mannahöfn, hugsanlega með hléum.7 Nefna
má að Jón Ólafsson Indíafari lýsir því í ævi-
sögu sinni þegar hann og Finnur Böðvarsson
stúdent lentu eitt sinn í slagsmálum við
vaktarana í Kaupmannahöfn á Marteins-
messuaftan á árunum 1615-18.8
Samfelld saga vaktara í Kaupmannahöfn
er kunn frá 1683 til 1863. Hinn 1. júlí 1863
gengu í gildi lög um nýskipan lögreglumála
þar í borg og vaktarar hættu að vera borgar-
starfsmenn.9 Vaktarar hafa þó verið þar
áfram á eigin vegum, privatvægtere og ýmis
fyrirtæki, fram á þennan dag.10
Ýmsir íslenskir vaktarar
Líklegt er að vaktarar eða varðmenn hafi
fyrrum staöið vörð við höfðingjasetur á ís-
landi, klaustrin og dómkirkjurnar. Um
þetta eru engar heimildir, en miðað við
ýmsan ófrið í landinu fyrr á öldum þarf
varla aö efast um að vaktmenn hafi gegnt
sínu hlutverki þar þótt allt sé það nú hulið
gleymsku. Slot Jóns Arasonar, sem hann lét
reisa að Hólum í Hjaltadal um 1548 eða
1549,11 er dæmi um vígi sem eflaust hefur
verió valetað.
í jarðabólc Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns er minnst á valctarastörf. Þar er á
ýmsum stöðum nefnt sem kvaðir á jörðum
að vakta skiphlut, fislc, haga, hús, kirkju eða
búð. í lýsingunni á Staðarstað segir: „Engi
staðarins grandar átroðningur ferðamanna
so halda þarf vökumenn, annan efra en ann-
an neðra."12 Þetta er kannski ekki fjarri
hlutverki landvarða nútímans þótt þeir gæti
ekki bújarða.
Hér mætti einnig nefna til þann sið að
valca yfir lílci látins manns, sem aðstand-
endur gerðu venjulega.13 Þessi siður tíðlcað-
ist meðal íslendinga frá miðöldum allt fram
á 20. öld. Kveðið er á um lílcvöku (náttsetur,
náttsæting, náttvöku) í gömlum norslcum
lögum.14 Einnig var á katólskum tíma sér-
stalcur tíðasöngur hafður við líkvökur.15
Lílcvalca hefur víðar tíðlcast, t.d. í Þýslca-
landi (Totenwaclit)16 og í Danmörlcu (váge-
stue, vágenat, ligvagt).17 Bæði í Danmörlcu
og Þýslcalandi fylgdi þessu söngur og veislu-
höld en elclci er getið um slíkt þar sem fjall-
að er um lílcvölcur á íslandi.
Öll valcta- og völcustörf eiga það sameig-
inlegt aö þau eru bundin bæði reglu og hefð.
íslensk skipsvakt
I farmannalögum Jónsbólcar er lcveðið á um
slcipvörð og er hann þrenns lconar, bergvörð-
ur, festarvörður og rávörður. Einnig er þar
lcveðið á um hafnaraustur og siglingaraust-
ur.18
7 Fausboll (1862) bls. 24-26.
8 Jón Ólafsson (1908-09) bls. 66-69. Finnur var
immatríkúleraður í Hafnarháskóla 1614 og dó
1618. Jón kom fyrst til Hafnar 1615.
9 Clemmensen (1926) bls. 100.
10 Clemmensen (1926) bls. 100-06.
11 Biskupa sögur 2. bindi (1878) bls. 444.
12 laróabók (1931-33) bls. 135.
13 Jónas Jónasson (1961) bls. 302. Allir íslenskir stúd-
entar í Kaupmannahöfn vöktu yfir líki Árna Magn-
ússonar. Werlauff (1836) bls. 32.
14 Molland (1976) dllc. 11. Johansson og Gallén (1956)
dlk. 415.
15 Gallén (1958) dlk. 449.
16 Moser (1935) bls. 320-21.
17 Dahlerup (1952) bls. 198.
18 Iónsbók (1970) bls. 255.
94