Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 154
VILHJÁLMUR STEFÁNSSON
RITMENNT
ast, en hann ræður ekki úrslitum um það, hvert landið sé, því
að hann finnst á Nýja Englandi og allt norður á Nýfundnaland.
Almenna skoðunin er sú, að sjálfsáið hveiti sé villt hrísgrjón og
þau finnist á því landsvæði, sem kallað er Markland. Að því er
varðar villihrísgrjón og mösur, geta þau verið hvort heldur sem
er á Vínlandi eða Marklandi.
Ágreiningurinn stendur því um vínberin. Enginn ber venju-
lega brigðir á það, að vínber sé vínviðarávöxtur. í enskum
þýðingum Vínlandssagnanna kernur sá skilningur fram. En
síðan hefjast miklar umræður um það, hve langt norður og
austur í Norður-Ameríku megi finna villivínvið nú og hve
langt norður hann hafi náð fyrir 900 árum. Þetta ber leitandann
sjaldnast lengra norðaustur en að mörkum Nýja Englands. En
leikurinn gæti borizt inn á Sankti Lawrence svæðið, og Vínland
kynni e.t.v. að hafa verið á strönd Lawrence flóans.
Þar sem vér erum hér fyrst og fremst að fást við Grænland,
viljum vér ekki blanda oss svo mjög í hina viðamiklu, flóknu
og í heild sinni árangurslausu Vínlandsumræðu. Vort eina
framlag er að telja það ofríki, að líta skuli á vínber sem ávöxt
vínviðar. Því í daglegu máli er vínber aðeins vínber - hvert það
ber, sem venjulega er notað til víngerðar á tilteknum stað.
Vínber er t.a.m. haft um lítil rauð ber, er vaxa á landsvæði
umhverfis Narvik og Tromsö í Norður-Noregi.
Að því er tekur til vínbersins eins, hefði Vínland þannig
getað verið norðan Marklands. I rauninni var það auðvitað
lengra suður,- því að samkvæmt heimildunum lá leiðin frá
Grænlandi til Hellulands og þaðan til Marklands og síðan
Vínlands, strandhéraðs enn sunnar en Marlcland eða vestar
- a.m.k. lengst í burtu frá Grænlandi allra hinna nefndu staða
og ólíkara því að loftslagi.
Vér höfum naumast vikið að hinni stjarnfræðilegu hlið
Vínlandsdeilunnar, svo sem á það, hvað sögurnar segja um
lengd dags. Norrænir menn, hinir miklu sæfarar þeirra tíma,
voru ekki stjarnfræðingar eins og Pytheas, og þeir hafa eflaust
rétt fyrir sér, er fallast á þá kenningu hins merka norska
fræðimanns, Gustavs Storms, að Vínland hefði að því er til
dagslengdarinnar tekur, getað verið jafnsunnarlega og Nýja
England.
Finnbogi Gudmundsson þýddi
150