Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 129
RITMENNT
VÖKUMAÐUR, HVAÐ LÍÐUR NÓTTINNI?
Þetta leiðir hugann að ýmsum mann-
legum hljóðum sem sett hafa svip sinn á
samfélag manna hér á landi. Þegar landpóst-
arnir riðu í hlað á bæjunum þeyttu þeir
lúður.121 Einnig æptu skólapiltar á 18. öld
mikið heróp, svokallað signum (merki), á
áfangastöðum sínum á leiðinni í Skálholts-
skóla á haustin.122 Hversdagslegri hljóð sem
enn heyrast eru hundasiganir, hott á hesta
og köll á þá, hróp á búfénað og lcöll á hænsn
o.fl. en þeim sem þetta ritar er ekki kunn-
ugt um að neinn hafi tekið að sér að rann-
saka þau.
Götuköllum í útlöndum hefur verið safn-
að og þau sett niður á blað, og á sama hátt
hernaðarlegum lúðraköllum sem gefa til
kynna tíma, vaktaskipti eða annað.123 Þetta
er oft tímabundið og breytingum undirorp-
ið. Á íslandi er enginn innlendur her með
tilheyrandi hljóðum og tónlistarflutningi,
og evrópsk þéttbýlishefð í götu og torgalífi
hefur varla náð hér fótfestu. Lengi var bann-
að að leika á hljóðfæri á götum úti í Reykja-
vík nema við sérstök tækifæri. Reykjavík er
helst áþekk bandarískri smáborg, helstu
hljóðin drunur ökutækja, og stölcu hljóm-
plötuverslun varpar hljóðum úr varningi
sínum út á götu. Einhvern tíma á síðustu
áratugum voru stofnuð samtök gegn því síð-
astnefnda en þau virðast nú hljóðnuð. Á 9.
áratugnum var um skeið algengt að heyra á
hiðstofum lækna og víðar tíst í tölvuspilum
sem þá voru í tísku, og nú á síðustu árum
setja svip sinn á hljóðumhverfið í Reykjavík
alls konar lagstúfar settir inn á farsíma af
misjafnri smekkvísi.
Sönglandi blaðasala í miðbæ Reykjavíkur
hefur verið svipmikill í götulífinu og var al-
gengur fram á 9. áratug 20. aldar en heyrist
varla lengur. Slcal því staldrað við hann hér.
Romsan gat verið alllöng þegar dagblöðin
voru fleiri en nú og nöfn þeirra þá talin upp.
Þegar voru stórfréttir í blöðunum var fyrir-
sögnum eða efnisinntaki bætt við og söngl-
að á þennan sama hátt. Þetta er nokkurs
konar sterkt resitatív eða þulutón, eiginlega
kall, sungið á þægilegu tónsviði á einum
tóni nema á næstsíðasta atkvæðinu þegar
röddin lækkar um litla þríund. Seimurinn
er dreginn á lækkaða tóninum og lolcatónin-
um, en lokatónninn er í sömu hæð og upp-
hafstónninn. Þegar nafn blaðsins sem var til
sölu var tvíkvætt var fyrsti tónninn sem féll
á fyrra atkvæðið um það bil jafn langur
(samanlögðum) hinum tveimur síðari sem
féllu á seinna atkvæðið og var miðtónninn
lítilli þríund lægri en hinir tveir.124
Götusalaköll eru nú að mestu horfin og
við eru teknar síendurtelcnar auglýsingar í
fjölmiðlum með grípandi tónstefjum, miklu
ágengari en götuköllin voru nokkru sinni.
Þetta er nokkurs lconar iðnbylting þessa
hljóðflutnings. Köll og söngur vaktara heyr-
ist ekki lengur, heldur sjá nú sjálfvirkar
kirkjuklukkur og Ríkisútvarpið að mestu
um hin opinberu hljóð.
121 Sbr. erindisbréf frá 22. okt. 1785, Vigfús Guð-
mundsson (1942) bls. 19 og Hallgrímur Helgason
(1981) bls. 141.
122 Árni Helgason (1907-15) bls. 74-75.
123 Um götuköllin sjá Holmboe (1988). Einnig Scholes
(1965), bls. 991-94 og Moser (1935) bls. 49-61. Á
öndverðri 17. öld setti Erasmus Sartorius kantor í
Hamborg á blað texta vaktarakallsins þar í borg
auk hrópa götusala. Sartorius (1622) bls. 59-61.
Um hernaðarlega músík sjá Krohn (1933).
124 Þetta er ekki ólíkt tóni presta.
125