Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 129

Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 129
RITMENNT VÖKUMAÐUR, HVAÐ LÍÐUR NÓTTINNI? Þetta leiðir hugann að ýmsum mann- legum hljóðum sem sett hafa svip sinn á samfélag manna hér á landi. Þegar landpóst- arnir riðu í hlað á bæjunum þeyttu þeir lúður.121 Einnig æptu skólapiltar á 18. öld mikið heróp, svokallað signum (merki), á áfangastöðum sínum á leiðinni í Skálholts- skóla á haustin.122 Hversdagslegri hljóð sem enn heyrast eru hundasiganir, hott á hesta og köll á þá, hróp á búfénað og lcöll á hænsn o.fl. en þeim sem þetta ritar er ekki kunn- ugt um að neinn hafi tekið að sér að rann- saka þau. Götuköllum í útlöndum hefur verið safn- að og þau sett niður á blað, og á sama hátt hernaðarlegum lúðraköllum sem gefa til kynna tíma, vaktaskipti eða annað.123 Þetta er oft tímabundið og breytingum undirorp- ið. Á íslandi er enginn innlendur her með tilheyrandi hljóðum og tónlistarflutningi, og evrópsk þéttbýlishefð í götu og torgalífi hefur varla náð hér fótfestu. Lengi var bann- að að leika á hljóðfæri á götum úti í Reykja- vík nema við sérstök tækifæri. Reykjavík er helst áþekk bandarískri smáborg, helstu hljóðin drunur ökutækja, og stölcu hljóm- plötuverslun varpar hljóðum úr varningi sínum út á götu. Einhvern tíma á síðustu áratugum voru stofnuð samtök gegn því síð- astnefnda en þau virðast nú hljóðnuð. Á 9. áratugnum var um skeið algengt að heyra á hiðstofum lækna og víðar tíst í tölvuspilum sem þá voru í tísku, og nú á síðustu árum setja svip sinn á hljóðumhverfið í Reykjavík alls konar lagstúfar settir inn á farsíma af misjafnri smekkvísi. Sönglandi blaðasala í miðbæ Reykjavíkur hefur verið svipmikill í götulífinu og var al- gengur fram á 9. áratug 20. aldar en heyrist varla lengur. Slcal því staldrað við hann hér. Romsan gat verið alllöng þegar dagblöðin voru fleiri en nú og nöfn þeirra þá talin upp. Þegar voru stórfréttir í blöðunum var fyrir- sögnum eða efnisinntaki bætt við og söngl- að á þennan sama hátt. Þetta er nokkurs konar sterkt resitatív eða þulutón, eiginlega kall, sungið á þægilegu tónsviði á einum tóni nema á næstsíðasta atkvæðinu þegar röddin lækkar um litla þríund. Seimurinn er dreginn á lækkaða tóninum og lolcatónin- um, en lokatónninn er í sömu hæð og upp- hafstónninn. Þegar nafn blaðsins sem var til sölu var tvíkvætt var fyrsti tónninn sem féll á fyrra atkvæðið um það bil jafn langur (samanlögðum) hinum tveimur síðari sem féllu á seinna atkvæðið og var miðtónninn lítilli þríund lægri en hinir tveir.124 Götusalaköll eru nú að mestu horfin og við eru teknar síendurtelcnar auglýsingar í fjölmiðlum með grípandi tónstefjum, miklu ágengari en götuköllin voru nokkru sinni. Þetta er nokkurs lconar iðnbylting þessa hljóðflutnings. Köll og söngur vaktara heyr- ist ekki lengur, heldur sjá nú sjálfvirkar kirkjuklukkur og Ríkisútvarpið að mestu um hin opinberu hljóð. 121 Sbr. erindisbréf frá 22. okt. 1785, Vigfús Guð- mundsson (1942) bls. 19 og Hallgrímur Helgason (1981) bls. 141. 122 Árni Helgason (1907-15) bls. 74-75. 123 Um götuköllin sjá Holmboe (1988). Einnig Scholes (1965), bls. 991-94 og Moser (1935) bls. 49-61. Á öndverðri 17. öld setti Erasmus Sartorius kantor í Hamborg á blað texta vaktarakallsins þar í borg auk hrópa götusala. Sartorius (1622) bls. 59-61. Um hernaðarlega músík sjá Krohn (1933). 124 Þetta er ekki ólíkt tóni presta. 125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.