Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 144
GÍSLI BRYNJÚLFSSON
RITMENNT
Skýringar
Siemsen: Carl Franz Siemsen, kaupmaður í Reykjavík. Flutt úr gamla
bænum: Guðrún fluttist frá Landakoti til væntanlegs tengdafólks í
Laugarnesi þetta ár. biskupinn: Þ.e. Helgi G. Thordersen. frúnni og
Stefáni: Þ.e. Ragnheiði Thordersen biskupsfrú og Stefáni, syni þeirra
biskups. Grímur: Grímur Thomsen. Konrád: Konráð Gíslason, síðar
prófessor. Kærasta hans hét Ane Mathilde Pedersen og sögð 24 ára þegar
hún lést, 15. júní 1846. Hún var jarðsett 19. sama mánaðar. Banamein
hennar var „Betændelsesfeber" samkvæmt kirkjubók. Konráð fór
síðsumars til Þýskalands sér til heilsubótar. Brynjólfur Pétursson, vinur
Konráðs og um þetta leyti starfsmaður í rentukammerinu, sagði Jóni,
bróður sínum og þáverandi sýslumanni Strandamanna, frá því sem
hafði gerst: „Hann var búinn að trúlofa sig ungri stúlku og ætlaði þegar
að fara að gifta sig, en hún varð veik og dó og hefir hann tekið sér það
ógnarlega nærri". Brynjólfur vék einnig að Konráði í bréfi til Gríms
Thomsen, 6. desember 1846, og sagði að hann hefði verið í Þýskalandi
og víðar á þriðja mánuð og bætti svo við: „Síðan hann kom heim hefur
hann sölckt sér niður í erfiði, enda er hann nú farinn að verða
manneskjulegur aftur". examensdögum: prófdögum. Brynjólfur Péturs-
son greindi Grími Thomsen frá því að þeim Gísla og Jónasi Guð-
mundssyni hefði gengið misjafnt í prófunum: „Gísli fékk eitt non (í
mathematík) eitt laud og hitt haud; Jónas fékk 4 præ og 1 laud". Brynj-
ólfur frændi: Brynjólfur Snorrason. Stefán: Stefán Oddsson Thoraren-
sen, síðar lyfsali. uppi til dimissionsexamens: burtfararprófs frá Borgar-
dygðaskólanum. Hemmert: Andreas Hemmert lcaupmaður. Holm:
Sennilega Just Jean Christian Holm „Portrætmaler". Guðrúnu og öllum
Melsteóonum: Guðrún Pálsdóttir Melsteð. Hún átti heima í Landalcoti
hjá nöfnu sinni. P. Havsteen: Jörgen Pétur Havsteen, síðar amtmaður.
Biskupsfrúnni: Ragnheiði Thordersen. Dr.húsið: Hús Jóns Thorstensen
landlælcnis. Stebba, fónasi og Boga: Stefáni Helgasyni Tlrordersen, síðar
presti, Jónasi Jónssyni Thorstensen, síðar sýslu- manni, og Boga Bjarna-
syni Thorarensen, síðar sýslumanni. Þeir urðu allir stúdentar þetta vor.
* Ath. Þetta bréf birtist með nútíma stafsetningu í 58. árg. Tímarits Máls og
menningar, 2, Reykjavík 1997, bls. 88-90.
140