Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 57
RITMENNT
BJÖRN GUNNLAUGSSON OG NÁTTÚRUSPEKIN í NJÓLU
Hvað oss stoða stjörnur þær,
er standa svo lángt burtu,
að augnasjónin ei þeim nær,
en þó lýsa þurftu?
í augum Björns er ástæðan einföld: Það er vitsmunalíf að finna í
öllum þessum sólkerfum, og er það vitnisburður um gæslcu
himnaföðurins og eilíft líf:
Víst á þessi fagri fans
fyrir skepnum lýsa,
skæra' er mildi skaparans
slculu með oss prísa.
Lýsa mun því sérhver sól
sínum plánetunum,
hvar lífs-skarar breytin ból
byggja' á upphverfunum.
Stjörnubúar þessir þar
þannig sig til reiði
undir kjörin eilífðar,
á lífs tíma skeiði.
Annað líf svo eignast þeir,
eingilfagrir rnunu,
eilífðar þá rneir og meir
magnast fullkomnunum.
Og eptir því er andi hvör
ununarsamlegri,
sem hann líkist guði gjör,
í gæzku og vizku fegri.
Urn lángar aldir lífsins tré
limi fær út slcjóta;
að sú blómgun eilíf sé,
aldrei guð mun þrjóta.89
Þessi afdráttarlausa niðurstaða Björns er að sjálfsögðu langt frá
því að vera augljós, og hafa ýmsir séð ástæðu til að gagnrýna
hann fyrir barnslega drauma um líf á öðrum hnöttum. Til dæm-
is lét Benedikt Gröndal þessi orð falla í Dægradvöl:
Njóla fékk hér almenningslof, af því alþýðan hafði ekkert vit á að dæma
hana, en varð hrifin af þessum hálfmystisku alheimsdraumum (sama
hefur sézt á seinni tímum, þar sem almenningur í útlöndum hefur orð-
ið svo hrifinn af hinum alveg sönnunarlausu markleysudraumum
Flammarions um plánetur og veraldir, heimsslit o.s.frv.), og þó Njóla
væri tvisvar gefin út, þá er hún lítils virði, ómerkileg að innihaldi og
smekklaus að formi, enda las Björn engar heimspekilegar bækur, og
enda ekkert nema fáeinar mathematiskar bækur ... Björn var elckert
annað en mathematicus, en þar var hann líka genius, öll hans heim-
speki var tóm mathematik.90
árum eftir uppgötvun Hubbles og samstarfsmanna hans. Þaö var í grein Ar-
thurs Stanleys Eddingtons „Vetrarbrautin og það sem utar er" í ritgerðasafn-
inu Undur veraldar (ritstj. H. Shapley, S. Rapport og H. Wright. Reylcjavík
1945, bls. 73-80). Trausti Einarsson stjðrnufræðingur þýddi þessa grein, sem
upphaflega var rituð á ensku 1937.
89 í skýringunum segir Björn: „Lífsins tré er hér lífið sjálft, skoðað eins og vax-
andi tré."
90 [10], bls. 77. Njóla kom reyndar út þrisvar, eins og áður hefur komið fram.
53