Ritmennt - 01.01.2003, Page 156
GALDRANÓTT í ÞJÓÐARBÓKHLÖÐU
RITMENNT
Galdrarúnir veiddar upp úr
síkinu umhverfis Þjóðarbók-
hlöðu.
listagyðjuna. Fyrirbæri þetta, sem kallast Menningarnótt í
Reykjavík, nýtur mikilla vinsælda almennings. Á vordögum
2002 kom fram sú hugmynd í Þjóðarbókhlöðu að Landsbóka-
safn íslands - Háskólabókasafn tæki þátt í Menningarnótt það
árið. Sigrún Klara Hannesdóttir, þá nýskipaður landsbókavörður,
lýsti áhuga sínum á þessu og kallaði á hóp starfsmanna til skrafs
og ráðagerða um skipulag slíkrar dagskrár.
Ljósmynd: Auöur Styrkársdóttir.
Galdrar, seiður og önnur forneslcja hefur verið nokkuð
áberandi í íslensku lista- og menningarlífi undanfarin ár og
virðist áhugi almennings á þessum fyrirbærum vera mikill. Sú
hugmynd lcviknaði fljótlega að nota Menningarnótt eða öllu
heldur -dag til þess að miðla úr þeim feikna mikla galdrafjársjóði
sem til er í safninu. Vinnuhópur starfsmanna um galdra var
myndaður. í honum áttu sæti allir þeir starfsmenn í safninu sem
áhuga höfðu á því að vinna að verkinu. Fljótlega var farið að
kalla dagskrána Galdranótt í Þjóðarbókhlöðu.
Þeir sem tóku þátt í undirbúningi Galdranætur voru Auður
Styrkársdóttir, Guðlaug Friðriksdóttir, Hildur Gunnlaugsdóttir,
Hildur Heimisdóttir, Sigurður Örn Guðbjörnsson, Sjöfn
Kristjánsdóttir, Stefanía Arnórsdóttir og Þóra Gylfadóttir. í
hópinn bættust einnig sérfróðir galdramenn og forneskjukemp-
ur, m.a. þeir Jörmundur Ingi fyrrum allsherjargoði Ásatrúar-
manna á Islandi og Sigurður Atlason forsvarsmaður Galdra-
sýningar á Ströndum. Auk þess var fleira gott fólk til kallað til
skrafs og ráðagerðar og til þess að flytja hin margvíslegu
152