Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 90

Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 90
SVANHILDUR GUNNARSDOTTIR RITMENNT raun. Að þessu víkur Björn Markússon út- gefandi í formála sínum að útgáfunni á Bert- hold og Gustav: þær [þ.e. sögurnar] sýna manneskjunnar eymdar- fullt tilstand, og Guðs óumræðanlega forsjón, sem elur önn fyrir mönnum, og typtar þá sem líf- aða kálfa, sér sjálfum til verðugrar dýrðar, en sjálfum þeim til sáluhjálplegra nota og sannrar umvendunar. Boðskapurinn um rétt og rangt fær sem sagt að halda sér og hann er skýr, en munurinn á íslensku gerðinni og þeirri dönsku liggur í því að boðskapnum er ekki troðið upp á les- endur með málalengingum og predikunum. Þótt aðeins lærdómskaflanum einum hefði verið sleppt sýnir það ákveðna afstöðu gagn- vart fyrirmyndinni. En staðreyndin er sú að flest í þessum anda fær að fjúka. Það kemur því kannski ekki á óvart að rekast á létt og skemmtilegt fimm erinda kvæði í lok ís- lensku gerðarinnar, þar sem segir frá ævin- týri söguhetjunnar, ást og munaði. Líkt og lærdómskaflinn í dönsku og þýsku sögunni speglar hlutverk sögunnar og ætlunarverk, undirstrikar kvæðið gildi íslensku gerðar- innar sem skemmti- og afþreyingarbók- mennta sem auk þess má skilja sem andsvar við ákveðinni umvöndun. Útgefandinn stíg- ur fram í lokin og kynnir til sögunnar kveð- skap þýðandans byggðan á atburðum sem frá er greint með þessum orðum: „Inntak þess engelska Robinsons hefur prófasturinn sál. sr. Þorsteinn Ketilsson sett í eftirfylgj- andi vers." 1. Berthold nokkuð fór of fort. Far hans eldur klauf og mar, hertist aftur hyggjuport, hvar hann eyjan farsæl bar. 2. Hitti hann þar happið neitt, hratt sér nægtir saman batt, frítt þar níu ár og eitt átti að korta lífs framdrátt. 3. Hippolite heilnæmt happ hlaut af Berthold, lífs því naut. Giftist hönum, hryggðin slapp; hraut óyndið langt á braut. 4. Með sínum nægtum (nauð varð lin), nam að koma í Evrópam, sínum fór með sómavin samhuga í Amsterdam. 5. Englands til sín færði föng, fangaði í Lundún gæfusprang; engvan þar hans ævin löng angurfullan hlaut mótgang.7 Erlendar tískubókmenntir kynntar almenningi hér á landi Eins og áður sagði var brotið í blað í íslenskri bókmenningar- og útgáfusögu með þessari fyrstu útgáfu á þýddum reyfurum, enda höfðu samtímabókmenntir aldrei verið prentaðar hér áður. Frétt af þessum viðburði náði út fyr- ir ísland, því að síðla árs 1756 var birt umfjöll- un um útgáfuna í Kaupmannahöfn í ritinu Efterretninger om Nye Boger og Lærde Sager, þar sem hún var kynnt sem algjör nýjung og tekið fram að vel væri að henni staðið. Þessi umfjöllun kemur ekki á óvart, enda tekur Björn hlutverk sitt mjög alvarlega og fylgir bókunum þremur úr hlaði með ítarlegum og mjög athyglisverðum formálum, þar sem hann talar beint til lesenda. Þar kemur fram áhugi hans á að auðga bókmenntalíf þjóðar- 7 I'ess Svenska Gustav Land-KRONS Og I'ess Eng- elska Bertholds [...]. Bls. [344]. 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.