Ritmennt - 01.01.2003, Síða 90
SVANHILDUR GUNNARSDÓTTIR
RITMENNT
raun. Að þessu víkur Björn Markússon út-
gefandi í formála sínum að útgáfunni á Bert-
hold og Gustav:
þær [þ.e. sögurnar] sýna manneskjunnar eymdar-
fullt tilstand, og Guðs óumræðanlega forsjón,
sem elur önn fyrir mönnum, og typtar þá sem líf-
aða kálfa, sér sjálfum til verðugrar dýrðar, en
sjálfum þeim til sáluhjálplegra nota og sannrar
umvendunar.
Boðskapurinn um rétt og rangt fær sem sagt
að halda sér og hann er skýr, en munurinn á
íslensku gerðinni og þeirri dönsku liggur í
því að boðslcapnum er elcki troðið upp á les-
endur með málalengingum og predikunum.
Þótt aðeins lærdómskaflanum einum hefði
verið sleppt sýnir það ákveðna afstöðu gagn-
vart fyrirmyndinni. En staðreyndin er sú að
flest í þessum anda fær að fjúka. Það kemur
því kannski ekki á óvart að rekast á létt og
skemmtilegt fimm erinda kvæði í lok ís-
lensku gerðarinnar, þar sem segir frá ævin-
týri söguhetjunnar, ást og munaði. Líkt og
lærdómskaflinn í dönslcu og þýsku sögunni
speglar hlutverk sögunnar og ætlunarverk,
undirstrikar kvæðið gildi íslensku gerðar-
innar sem skemmti- og afþreyingarbók-
mennta sem auk þess má skilja sem andsvar
við ákveðinni umvöndun. Útgefandinn stíg-
ur fram í lokin og kynnir til sögunnar kveð-
skap þýðandans byggðan á atburðum sem
frá er greint með þessum orðum: „Inntak
þess engelska Robinsons hefur prófasturinn
sál. sr. Þorsteinn Ketilsson sett í eftirfylgj-
andi vers."
1. Berthold nokkuð fór of fort.
Far hans eldur klauf og mar,
hertist aftur hyggjuport,
hvar hann eyjan farsæl bar.
2. Hitti hann þar happið neitt,
hratt sér nægtir saman batt,
frítt þar níu ár og eitt
átti að korta lífs framdrátt.
3. Hippolite heilnæmt happ
hlaut af Berthold, lífs því naut.
Giftist hönum, hryggðin slapp;
hraut óyndið langt á braut.
4. Með sínum nægtum (nauð varð lin),
nam að koma í Evrópam,
sínum fór með sómavin
samhuga í Amsterdam.
5. Englands til sín færði föng,
fangaði í Lundún gæfusprang;
engvan þar hans ævin löng
angurfullan hlaut mótgang.7
Erlendar tískubókmenntir kynntar
almenningi hér á landi
Eins og áður sagði var brotið í blað í íslenskri
bókmenningar- og útgáfusögu með þessari
fyrstu útgáfu á þýddum reyfurum, enda höfðu
samtímabókmenntir aldrei verið prentaðar
hér áður. Frétt af þessum viðburði náði út fyr-
ir ísland, því að síðla árs 1756 var birt umfjöll-
un um útgáfuna í Kaupmannahöfn í ritinu
Efterretninger om Nye Boger og Lærde Sager,
þar sem hún var kynnt sem algjör nýjung og
tekið fram að vel væri að henni staðið. Þessi
umfjöllun kemur ekki á óvart, enda tekur
Björn hlutverk sitt mjög alvarlega og fylgir
bókunum þremur úr hlaði með ítarlegum og
mjög athyglisverðum formálum, þar sem
hann talar beint til lesenda. Þar kemur fram
áhugi hans á að auðga bókmenntalíf þjóðar-
7 Þess Svenska Gustav Land-KRONS Og Þess Eng-
elska Bertholds [...]. Bls. [344].
86