Ritmennt - 01.01.2003, Blaðsíða 21
RITMENNT
BJÖRN GUNNLAUGSSON OG NÁTTÚRUSPEKIN í NJÓLU
Bessastaðir, skólaliús og
kirkja.
John Barrow. A visit to Iceland. London 1835.
hafa tekist að hrífa marga slcólapilta með sér í kennslunni. Bæði
var það, að hann þótti ekki nægjanlega eftirgangssamur kennari
og eins átti hann það til að gleyma nemendum í lcennslustund-
um vegna áhuga á viðfangsefninu. Einnig er ljóst af lýsingum
samtímamanna, að Björn hefur verið sérkennilegur í háttum og
kann það eitt að hafa haft truflandi áhrif á suma skólapilta og
ruglað þá í ríminu.18 Auk stærðfræðinnar þurfti Björn einnig að
kenna greinar eins og landafræði og dönsku, sem hann hafði lít-
inn áhuga á og hefur það eflaust komið niður á kennslunni. Hitt
er einnig ljóst, að skólapiltar báru mikla virðingu fyrir Birni
vegna vísindastarfa hans og mannkosta, og hann var vinsæll
kennari, enda einstakt ljúfmenni sem aldrei skipti skapi.19
18 Sjá t.d. [8, 10, 76].
19 Ekld liefur Jrað licldur spillt fyrir, að skólapiltar voru ávallt velkomnir á
lieimili Björns í Sviðholti. Þar réðu ríkjum eiginkonur Björns, hvor af annarri,
þær Ragnheiður Bjarnadóttir (1787-1834) og Guðlaug Aradóttir (1804-73).
Þær voru báðar ekkjur, þegar þær giftust Birni, hinar mætustu konur og rögg-
samar mjög. Þær sáu um bú og börn og vernduðu Björn fyrir daglegu amstri,
þannig að hann gat helgað sig kennslu og fræðistörfum. Þau Ragnheiður og
Björn eignuðust eina dóttur, Ólöfu (1830-74), og Ragnheiður átti fjögur börn
frá fyrra hjónabandi: Bjarna (síðar rektor), Valgerði, Jórunni og Guðrúnu.
Björn og Guðlaug eignuðust ekki börn sem lifðu, en Guðlaug átti fyrir eina
dóttur, Sesselju, frá fyrra hjónabandi. Guðlaug kenndi ungum stúlkum
handavinnu í Sviðliolti og jók það mjög á aðdráttarafl staðarins í augum
skólapilta. Ólöf Björnsdóttir giftist Jens Sigurðssyni rektor (1813-72), bróður
Jóns forseta (1811-79).
17