Ritmennt - 01.01.2003, Side 93
RITMENNT
ÞÝDDIR REYFARAR Á ÍSLENSKUM BÓKAMARKAÐI UM MIÐJA 18. ÖLD
ljóst vera að þessar bækur, fornsögurnar og
slcáldsögurnar, voru prentaðar í þeirri von
að hagnaður yrði af; enda stóð pentverkið
mjög höllum fæti eftir þá vanrækslu sem
einkennt hafði starf Halldórs biskups Brynj-
ólfssonar, forvera þeirra Gísla biskups og
Björns prentsmiðjustjóra. Við úttekt á dán-
arbúi hans varð mönnurn ljóst að á Hólum
lágu í stöflum guðsorðabækur sem prentað-
ar höfðu verið í biskupstíð hans. Bækurnar
virtust vera það eina sem til var upp í slculd-
ir dánarbúsins, þótt ekki væri mikið upp úr
þeim að hafa, enda illseljanlegar. Menn
gerðu sér grein fyrir því að það að prenta
einungis guðsorð væri ekki vænleg leið til
að auka tekjur stólsins. Þrátt fyrir að Gísli
Magnússon sé samkvæmt bréfabókum sín-
um að malda í móinn vegna þessara útgáfna
Björns og láti í það skína að Björn hafi ein-
ungis lclínt nafni sínu undir formálann að
Nokkrum margfróðum söguþáttum er
greinilegt að þeir eru í byrjun sammála um
að eina leiðin út úr ógöngunum sé að láta til
skarar skríða um sagnaprentun og reyna
með því að rétta hlut prentsmiðjunnar.
Þetta sjón- armið þeirra kemur vel fram í
formálanum að síðastnefndum Nokkrum
margfróðum söguþáttum:
Það er vitanlegt, að land vort er sem stendur, all-
auðugt af andlegum bókum [...] so af þeim sömu
er ekki einasta hvert hús, megandi almúga-
manna, fullt, heldur og einnig liggur hér á Bisk-
upsstólnum fjöldi mikill af þeim sömu bókum
óseldar, sem ekki vill útganga, jafnvel þótt með
þær, ekki án mikils umkostnaðar, hafi víðs veg-
ar um landið, árlega útsent verið. Sýnist því bók-
þrykkeríinu til stærsta skaða vera, fleiri slíkar
bækur að prenta, þangað til þær fyrirliggjandi
með tíðinni útganga kunna.
Er þar fyrir, eftir margra ósk og beiðni, og so að
prentverkið ekki með öllu iðjulaust standi, fyri
sig tekið, að láta á þrykk útganga noklcrar af
soddan sögum, sem þéna kynnu landsmönnum
vorum til fróðleiks og leyfilegrar dægrastyttingar.
Síðan segir að þeir ætli að sjá til um viðtök-
ur þessarar fyrstu útgáfu en framhaldið yrði
„stærri og nytsamlegri íslendingasögur"
sem einnig varð raunin er Agætar forn-
mannasögur komu út.
Þetta útgáfustarf Björns hafði einnig sínar
dökku hliðar. Öllum heimildum um Hóla-
prentsmiðju frá þessum tíma ber saman um
að umrætt framtak hans hafi verið glapræði
og eklci tímabært því að undanskyldum
þessum útgáfum var Hólaprentverkið ærið
aðgerðalítið. Bæði var að prentverkið var
rnjög úr sér gengið og næsta erfitt að ná í
pappír og það annað er til prentunar þurfti,
auk þess sem hallæri dró úr bókagerð um
tíma. Við það bættist að kaupgeta manna
var mjög takmörkuð á þessum árum og því
erfitt að selja bækur.8 Ef tekið er mið af
mannfjölda í landinu, sem var um 50 þús-
und manns, verður að segjast eins og er að
upplag bókanna, eða 2800 eintök af
skemmtiefni, lýsi mikilli bjartsýni útgef-
anda. En Björn hafði einlæga trú á þjóð sinni
sem góðum og jákvæðum viðtakendum eins
og endurspeglast mjög vel í orðum hans
sjálfs í formálanum að skáldsögunum:
8 Jón Helgason bislcup segir um viðtölcurnar á forn-
sagnaútgáfunum (á eflaust við um þetta útgáfuár
þótt ekki minnist hann á útgáfu slcáldsagnanna) að
þeim hafi verið tekið dauflega af alþýðu manna:
„Fanst sumum það ganga goðgá næst að brúka
prentverkið til að gefa slíkt út, í staðinn fyrir gott
guðs orð". Sjá Meistari Hálfdan, bls. 79. Um þá
stólsforráðamenn sem voru í tíð Gísla Magnússon-
ar segir Jón: „[Þeir] höfðu sízt spunnið silki við það
starf, sem þeim var hér í hendur selt" (bls. 95).
89