Ritmennt - 01.01.2003, Síða 84
SVANHILDUR GUNNARSDÓTTIR
RITMENNT
ekki tælci hann við forráðum prentsmiðj-
unnar. Ungum lögmanni, Birni Markússyni
(1716-91), sem þá var nýkominn heim frá
Danmörku eftir áralanga dvöl, var falið for-
ræði hennar að Halldóri biskupi Brynjólfs-
syni látnum.1 Á árunum 1754-57 var Björn
forráðsmaður Hólastóls, og af heimildum
má skilja að hann hafi þá alfarið haft um-
sjón með prentverkinu, þ.e.a.s. haft meiri
völd í þeim efnum en biskupinn. Segja má
að mikil bylting hafi átt sér stað í prent-
smiðjutíð hans, sem vert er að minnast, og
að vissu leyti telst hann vera tímamóta-
maóur hvað útgáfu veraldlegra rita varðar.
Árið 1756 lcomu út á Hólum tvær útgáfur
íslendingasagna og þátta, en íslensk fornrit
höfóu þá ekki verið prentuð hér á landi síð-
an 1690.2 Ritin voru nefnd: Nokkrir marg-
fróðir söguþættir íslendinga til leyfilegrar
skemmtunar og dægrastyttingar og Ágætar
fornmannasögur (Nockrer Marg-Frooder
Sogu-Þætter Islendinga: Til Leifelegrar
Skemtunar Og Dægra-Stittingar og Agiætar
Fornmanna Sogur). Fyrri bókin var gefin út
í 4to broti en hin síðari í 8vo. Á bókarkápu
segir að þær séu gefnar út „að forlagi hr.
vísi-lögmannsins Björns Markússonar." í
bókum þessum, sem hvor um sig voru gefn-
ar út í 1000 eintökum, voru birtar fjórtán
sögur og frásöguþættir.
Þetta sama ár gaf Björn út tvær fyrstu
þýddu skáldsögurnar sem prentaðar voru
hér á landi. Sögur þær sem hér voru þýddar
og gefnar út saman á einni bók heita: Lífs
saga af Gustav og Sagan af þeim engelska og
nafnfræga Berthold (til einföldunar kalla ég
þær Gustavs sögu og Bertholds sögu). En tit-
ill bólcarinnar er: Þess svenska Gustav land-
krons og þess engelska Bertholds fábreyti-
legir Robinsons eður lífs- og æfisögur (Þess
Svenska Gustav Land-KRONS Og Þess Eng-
elska Bertholds faabreitileger Robinsons
Edur Lijfs Og Æfe Sogur). Bólcin, sem er 244
síður í 8vo broti, var gefin út í 800 eintök-
um. Þýðandi sagnanna var mikill merkis-
maður, Þorsteinn Ketilsson prestur, þýð-
andi og skáld á Hrafnagili. Hann var fæddur
árið 1688 en lést 1754 og var því látinn áður
en sögurnar komust á prent. Til grundvallar
íslenslcu þýðingunum eru tvær danskar
þýðingar á þýskum skáldsögum frá þriðja
áratugi 18. aldar. Sögurnar voru gefnar út í
Kaupmannahöfn óháðar hvor annarri. Árið
1740 kom út fyrsta og eina prentun Bert-
holds sögu, og þremur árum síðar eða 1743
var Gustavs saga gefin út og síðan endur-
prentuð árið 1757. Skáldsögurnar eru af rót
frásagnarinnar af hralcningum sæfarans
Robinson Crusoe eftir Daniel Defoe (1660
-1731) sem kom út í London árið 1719, en
slílcar lífssögur voru mjög í tísku í bók-
menntum Evrópu um þessar mundir.
1 Jón Helgason biskup segir í bók sinni Meistari Hálf-
dan (bls. 95) að fyrstu tíu ár Gísla biskups á Hólum
hafi stólsforráðin „[...] verið falin sérstökum mönn-
um, svo að biskup hafði enga meðgjörð með neitt,
sem þar að laut. Var þetta starf falið fyrstum manna
Birni varalögmanni Markússyni með konungsbréfi,
dags. 23. maí 1755."
2 Á árunum 1688-90 voru fyrstu fornritin, sem
prentuð voru hér á landi, gefin út í Skálholti af
Þórði biskupi Þorlákssyni. En með konungsbréfi frá
7. apríl 1688 hafði hann fengið einkaleyfi til að
prenta fornsögur. Þetta voru Landnámabók,
Iíristnisaga, íslendingabók Ara fróða, Saga Ólafs
Tryggvasonar (tvö bindi, 1689-90) og Grænlands
saga Arngríms lærða. Sjá Klemens Jónsson, Fjögur
hundruð ára saga prentlistarinnar á íslandi, bls.
52. En alla jafna var töluvert um að íslenskar bæk-
ur væru prentaðar erlendis.
80