Ritmennt - 01.01.2003, Qupperneq 34
EINAR H. GUÐMUNDSSON
RITMENNT
96).46 Jafnframt nefnir hann þýðingu Jóns Þorlákssonar á Bægisá
(1774-1819) á Tilraun um manninn eftir Alexander Pope (1688-
1744) sem líklegan áhrifavald [80]. Gunnar Harðarson telcur und-
ir þetta í fyrrnefndri grein og bendir einnig á önnur verlc, sem
Björn hefur eflaust þekkt, meðal annars Heimspekingaskóla
Guðmundar Bergþórssonar (1657-1705) og Hinn guðdómlega
þenkjandi náttúruskoðara eftir danska sagnfræðinginn Peter
Friderich Suhm (172,8—98).47
Mjög líklegt er, að Björn hafi þeklct öll ofangreind rit og eflaust
hafa sum þeirra haft áhrif á skoðanir hans og viðhorf. Einnig
mætti bæta á listann Undirvísan í náttúruhistoríunni eftir A.D.
Busching frá 1782 og Almennri landaskipunarfræði frá 1821.48
Þá mætti jafnframt nefna Paradísarmissi Johns Miltons (1608-
46 Vinagleði Magnúsar kom út 1797 [66]. Þar eru m.a. greinarnar „Alstirndi
himininn" (bls. 28-52) og „Vorir sólheimar" (bls. 53-69). Kvöldvökur Hann-
esar komu út í tveimur hlutum 1796 og 1797 [51]. í seinna bindinu er t.d.
greinin „Um halastjörnur" (bls. 45-58).
47 Heimspekingaskólinn kom út 1785, en Tilraun um manninn og Náttúru-
skoðarinn 1798. Vitað er að Björn átti bók Suhms [89], sem er alþýðlegt
fræðslurit um náttúruspeki. Um er að ræða þýðingu á tveimur ritgerðum eft-
ir Suhm, sem báðar má finna í verkinu Kammerherre og Kongelig Histo-
riographus Peter Friderich Suhms samlede Skrifter, 2. bindi (af 15), Kaup-
mannahöfn 1789: „Verdens Bygning", bls. 54-104 (rituð 1763) og „Om
Dyden", bls. 139-46 (rituð 1764). En það eru eklci ritgerðirnar sjálfar, sem
fyrst og fremst gefa ritinu gildi, heldur neðanmálsgreinarnar, sem eru allar
eftir þýðandann, séra Jón Jónsson „hinn lærða" (1759-1846). Utslcýringar
Jóns eru hnitmiðaðar og bera vott um víðtælra þekkingu á náttúruspeki 18.
aldar. Hann hefur og átt gott bókasafn, því fyrir utan Vinagleði Magnúsar og
Kvöldvökur Hannesar er vitnað í fjölda erlendra bóka, svo sem frumspeki cft-
ir Johan Ernst Gunnerus (1718-73), rökfræði eftir Leonhard Euler, stjörnu-
fræði eftir Cliristian Horrebow og eðlisfræði eftir Joliann Gottlieb Kruger
(1715-59). Þá átti Jón bækur Williams Derhams (1657-1735) um náttúruguð-
fræði og hann styðst jafnframt við fræðslurit eftir guðfræðingana og heim-
spekingana Christian Bastholm, Peter Soeborg (1747-1818), Tyge Jesper
Rothe (1731-95) og Niels Wallerius (1706-64).
48 „Undirvisan í Náttúruhistoriunni fyrir þá, sem annathvert alz eckert edr lítit
vita af henni" eftir landafræðinginn Anton Friedrich Busching (1724-93) kom
út í Ritum Lærdómslistafélagsins á árunum 1782 til 1794 í þýðingu séra Guð-
mundar Þorgrímssonar (1753-90) [30]. Bókin, sem var þýdd úr dönsku [Un-
derviisning i Natur-historien for dem, som enten kun veed lidet eller intet af
samme. Oversat og forbedret ved Jacob Christian Pingel. Óðinsvéum 1778),
kom upphaflega út í Berlín árið 1776: Unterricht in der Naturgeschichte: fur
diejenigen, welche noch wenig oder gar nichts von derselben wissen. (2. und
vermehrte Aufl.). Kaflinn „Um himininn" (II, bls. 232-38) fjallar um stjörnu-
fræði á mjög einfaldan en fróðlegan hátt. Fjallað er mun ítarlegar um stjörnu-
fræði og heimsmyndina í fyrsta kafla Almennrar landaskipunarfræði frá 1821
30