Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Síða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Síða 76
Tímarit Máls og menningar heima. Og þetta er ekki sérkenni kristinnar guðsdýrkunar, í hindúasið eru helgir menn teknir í guðatölu þegar í þessu lífi og njóta tilbeiðslu og lotn- ingar sem væru þeir heimssálin mikla holdi klædd meðal vor. Á Ceylon — Sri Lanka - hinu forna virki theravada búddadóms, sem þar á sér 2300 ára sögu, sá ég þá stærstu byggingu sem ég veit reista yfir hinar minnstu leifar dauðlegs manns - ég á hér við dagóbuna miklu þar sem geymt er eitt hár úr höfði Búdda, og frægt er Tannmusterið mikla í Kandy, þar sem einn jaxl úr Búdda er geymdur í 7-földu gullskríni og framtekinn pílagrímum til sýnis á peraheriahátíðinni ár hvert. Lotningarfull tilbeiðsla á gröfum dýrlinga hefur jafnvel smeygt sér inn í hina ströngu eingyðistrú Islain eða múhameðssið, þótt hreintrúarmenn hafi jafnan barizt gegn slíkri villu eða shirk eins og þeir nefna það. Allt þetta virðist fjarlægt og framandlegt í okkar augum hér í dag, en sú var tíð að trúfræðileg vandamál skipuðu stærri sess í lífi kristinna þjóða en þau gera á okkar dögum. Guðfræðilegar útlistanir á veru Krists og leyndardómi heilagr- ar þrenningar, persónu eða persónum Krists, vilja hans og eðli og sambandi hans og hins þríeina Guðs er kirkjan boðaði trú á, varð þrotlaus uppspretta að guðfræðilegum og háspekilegum hugleiðingum, en um leið svið hatrömm- ustu deilna í sögu fornkirkjunnar og raunar út allar miðaldir. Og þessar deilur voru ekki einkamál páfa og kirkjuþinga, patríarka og preláta hinnar kaþólsku kirkju, ef trúa má samtíma heimildum fornum. Á torgum og stræt- um og hvarvetna þar sem menn komu saman, hneig orðræða þeirra fyrr en síðar að hinum mikla leyndardómi, veru Krists, - var hann skaptur eða ó- skaptur, var vilji hans og vera eitt með föðurnum - og þannig án enda. Hvert kirkjuþingið af öðru var kvatt saman, ýmist að boði hins byzanska keisara eða að undirlagi hins helga föður er sat á Pétursstóli í Róm eða patríarka Austurkirkjunnar. Þar skyldi í eitt skipli fyrir öll girða fyrir það að illgresi villutrúarinnar skyti rótum innan kirkjunnar og afvegaleiðendur eins og Arius klerkur í Alexandríu fengju vélað um fyrir hinum trúuðu með kenn- ingum sínum. En allt kom fyrir ekki, í stað þess að lægja öldurnar virtust öll þessi þing og þeirra trúarjátningar fremur stuðla að sundrung en sáttfýsi, hið skelfilega orð: anþema, anaþema, er kallaði útskúfun og bölvun yfir þá er leyfðu sér að rísa gegn hinum löghelguðu erfikenningum kirkjuþinga, varð eins og olía á eld trúarofstækisins. Hinar kristologisku eða kristsfræðilegu deilur urðu ekki settar niður á kirkjuþingum, villukenningarnar lifðu áfram bæði á dögum fornkirkjunnar og fram allar miðaldir, tóku á sig nýjar mynd- ir, hlutu ný nöfn, Valdensar og Albigensar og Pálikíanar voru þeirra á með- 202
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.