Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 79
Helgimyndir og myndbrjólar og auður klaustranna, sem keisari hafi ætlað að hnekkja með atlögu sinni. Aðrir hafa talið þetta sprottið af siðferðilegri vandlætingu og hafi þar áhrif frá íslam og Gyðingdómi ráðið nokkru um, eins og fyrr segir. Mynddýrkun hafi verið komin á villigötur, myndin sjálf hafi verið orðin að skurðgoði, sem tilbeiðslan heindist öll að, en ekki þeim guðdómi sem hún átti upphaflega að minna á og leiða fyrir jarðneskar sjónir hins ólæsa og menntunarsnauða lýðs, er kirkjan hafði tekið í sinn náðarfaðm. Hvort þessar skýringar eiga við rök að styðjast, skal ósagt látið, en eitt er víst, að á áttundu öld vaknar sú spurning í hugum margra áhrifamanna bæði leikra og lærðra, hvort helgilist eigi yfirleitt rétt á sér. Forn helgisögn arabisk segir, að á degi dómsins verði hver og einn sem myndir hafi gjörðar á jarðvistardögum sínum krafinn þess, að hann blási þeim lífsanda í nasir, og munu þá margir skjálfa fyrir Allah, þeim er lífið gefur, og iðrast hroka síns á gengnum hérvistardögum, er þeir brugðu sér í gervi skaparans sjálfs, gjörandi bílæti andvana og einskis nýt. En kirkjan snerist hart til varnar hinum helgu myndum, og sótti sér and- leg vopn og rök til neoplatónskrar heimspeki og biblíulegrar lífssýnar, er hún réttlætti myndirnar og dýrkun manna á þeim. Einkum var það hinn mikli guðfræðingur Jóhannes frá Damaskus, sem, svo annarlega sem það hljómar, réðst gegn Byzanskeisara í ræðu og riti, en sjálfur var hann í öruggu skjóli kalífans í Damaskus, þangað sem refsivöndur hins keisaralega myndhatara náði ekki. Var þetta hvorki í fyrsta né síðasta skipti að kristnir menn nutu verndar hinna íslömsku valdhafa í sínum hatrömmu deilum um guðdóminn, og engu síður þótt skoðanir þeirra stæðu þvert í gegn kenningu Kórans og sharia - hinnar múhameðsku lögvísi. Sýnir það bezt hve fáránleg sú mynd er, sem haldið hefur verið á loft af mörgum kristnum mönnum, að fylgjendur Múhameðs hafi jafnan verið þröngsýnir ofstækismenn, sem engu hafi eirt er stóð í gegn trú þeirra sjálfra og skoðunum. En athugum nú nánar uppruna íkónanna - helgimyndanna sem urðu tilefni að deilum er stóðu á aðra öld og kostuðu fleiri mannslíf en talin verða. Frumkirkjan hafði ímugust á notkun mynda, enda stóð hún föstum rótum hinar fyrstu aldir í forngyðinglegri hefð hvað viðhorf til skurðgoða snerti og hafði rótgróna óbeit á skurðgoðadýrkun. Er atburðurinn í Efesus órækasta vitni þess, en þar var Páll postuli hætt kominn vegna samblásturs silfur- smiða, er höfðu atvinnu af myndlist sinni, en þeir seldu styttur af gyðjunni Artemis í hofi því hinu fræga í borginni. Þótti þeim óvænkast sinn hagur, ef menn legðu eyru við orðræðum Páls, sem hamaðist gegn heiðnum átrún- 205
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.