Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 82

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 82
Tímarit Máls og menningar helgimyndirnar eiga sér forkristilegar samsvaranir og fyrirmyndir, þannig hefur kristin helgilist allt til þessa dags verið óhrædd að tileinka sér hið líf- vænlegasta úr list samtíðar og fortíðar, án tillits til þess hvort þar koma til ókristin heiðin áhrif eða ekki. Jafnvel hin elzta kristna skreytilist beygir sig algjörlega undir listræna hefð samtímans. Því fyrirfinnst engin sérstök kristin stíltegund, heldur ber kristin myndlist á öllum tímum merki síns tímabils og umhverfis. Við höfum þegar rætt um það, að elztu íkónarnir, sem voru trémálverk, ættu sér fyrirmyndir í egypzkum múmíumyndum, en þeir áttu sér einnig fyrirmyndir í keisaramál- verkum. Lýsingar í handritum urðu líka fyrirmyndir að íkónum, svo og ýms- ar mannamyndir. Þannig var til mikill fjöldi fyrirmynda, sem voru almenn- ingi að nokkru kunnar og listamenn gátu leitað til. Ymis atriði voru tekin upp í hina nýju kristnu list, þegar hægt var að samræma þau tilgangi hennar. A fjórðu öld kemur fram geislabaugur á myndum af Kristi og á 5. og 6. öld er hann einnig á dýrlinga- og englamyndum. Hliðstætt hinu egypzka lífs- tákni - ankh - í egypzkri myndlist, sem er T með hring yfir miðjum lárétta leggnum, halda kristnir píslarvottar krossmarki að brjósti sér. Einnig var sú venja tekin upp, að bæta nafni viðkomandi persónu inn á myndina til frekari skýringar, en nafnið veik síðar fyrir einhverri táknmynd. Það var ekki kirkj- an sjálf, sem stjórnaði þróun myndlistarinnar er til lengdar lét, heldur lista- mennirnir. Tæknilegar hliðstæður sýna einnig sambandið milli kirkjulegrar og veraldlegrar listar. Það er til dæmis ekki einskær tilviljun, að elztu íkón- arnir sem við þekkjum, í St. Katrínarklaustri á Sínaífjalli, eru innbrennd verk eins og múmíumyndirnar egypzku, það er að segja, að þeir voru málaðir með vaxlitum og síðan innbrenndir í viðinn. Austurkirkj an reyndi þó í lengstu lög að neita að viðurkenna þetta samband við veraldlega listsköpun, bæði hvað snertir hina listrænu hlið og tæknina sem notuð var. En auðvitað væri það einföldun á hlutunum að ætla sér að leiða alla kristna myndlist af fyrirmyndum í egypzkum gröfum, því hin kristna list þróaðist við mjög svo mismunandi skilyrði á ýmsum stöðum og ótrúlegt að listamenn t. d. í Gallíu eða á Spáni hafi haft hugmynd um þessar egypzku myndir. En myndir sem varðveitzt hafa frá Egyptalandi og nágrannalöndum þess sýna greinilega, að náið samband hefur verið þarna á milli landa. Það er því of djúpt tekið í ár- inni að álykta að öll íkónalist eigi rætur að rekja til múmíumyndanna egypzku. Fleiri tegundir mynda af veraldlegum toga voru einnig til, og við megum heldur ekki gleyma þeirri staðreynd, að pílagrímar þyrptust til landsins helga og fluttu með sér til Vestur-Evrópu ýmsar austrænar hugmyndir um málara- 208
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.