Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 96

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 96
Tímarit Máls og menningar söng þegar mærin lá á bæn. Onnur saga segir frá nunnu, sem hafði þami sið að hverfa til klefa síns að afloknum miðdegisverði og læsa að sér. Reglusyst- ur hennar, sem bjó í næsta klefa, þótti þetta háttalag undarlegt og tók að njósna um hana með því að leggja eyru við þunnan vegginn, sem aðskildi klefana. Hún heyrði þá oft undarleg og grunsamleg hljóð, sem varð til þess, að hún sótti einn daginn abbadísina, sem skipaði nunnunni að opna klefann, hvað hún gerði á stundinni, en ekkert grunsamlegt var að sjá. Nokkru síðar ágerðust hljóðin, svo að nágranninn boraði gat í vegginn, og næst þegar hljóðin heyrðust, gægðist hún í gegnum raufina og sá þá, hvar nunnan var að fremja svívirðingu með fögru ungmenni. Abbadísin og allar nunnurnar voru nú kallaðar að raufinni og svo fór, að nunnan var ákærð og játaði þeg- ar henni var hótað pyndingu, að hún hefði átt vingott við incuba nokkurn. ' Önnur nunna játaði sama athæfi, en kvað incubann hafa lieimsótt sig í gervi Sylvanusar biskups. Sú játning var tekin góð og gild. Lögfræðingar gerðu mun á sekt kvenna, sem orðaðar voru við incuba. f fyrsta lagi voru þær, sem sóttust eftir ástaratlotum incubanna, í öðru lagi þær, sem voru undir álögum norna og móttóku incuba sína í vímu álaganna, og í þriðja lagi voru þær, sem incubarnir nauðguðu. Fylgilag við incuba var tal- ið hórdómi svívirðilegra, þar eð djöflarnir voru ómennskir og samfarir við þá töldust því til bestialitets, þ. e. samfara við skepnur, en við slíku athæfi voru þung viðurlög í kirkjulögum alla tíð. Guðfræðingar og lögfræðingar töldu verur þessar staðreynd allt fram á 18. öld. 1725 taldi einkalæknir Lúð- víks 15, að incubar væru „ímyndun, draumafyrirbrigði og oft aðeins upp- diktun kvenna, sem reyndu að fela syndir sínar með þesskonar fantasíum .. . stundum notuðu nunnur þvílíkar sögur til þess að hylma yfir ólifnað sinn ...“ Þegar kemur fram undir miðja öldina, töldu lærðir menn incubana einskær- an tilbúning og ímyndun, einkum ógiftra kvenna og meyja og þó sérstaklega nunna. Um það leyti var tekið að tala um klaustrin sem gróðrarstíur þess háttar hjátrúarfyrirbrigða. Heimildir eru um incubafaraldra í ýmsum klaustrum fyrrum og það var eðlilegt, að djöflarnir birtust einmitt þar, sem kynferðislegt hungur klaustrafólksins hlaut að taka á sig andstæða mynd við flekkleysishugsjón klaustranna. Niðurbæling hvatanna og sektarkenndin tók þar á sig hina afskræmislegustu mynd, og því hreinlífari og guðhræddari sem systurnar voru, því hryllilegri varð sú mynd, sem niðurbældur og dulvitaður losti þeirra tók á sig í draumum þeirra. Nærtækasta skýringin á þeim tímum, á þessum fyrirbrigðum, var ofsókn djöfulsins eða sérlegra útsendara þess Vonda. 222
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.