Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Síða 136

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Síða 136
Tímarit Máls og menningar liann var hinn fuUkomni embættismaður og auk þess slíkur persónuleiki, að hann mótaði samtíð sína. Höf. rekur afskipti biskups af handritasöfnun og málaleitun lians um að fá stofnsetta prentsmiðju í Skálholti, sem var synjað. I sambandi við þetta ræðir höf. um einokun kirkjunnar á prentlistinni hérlendis. Það var þó ekki um fullkomna einokun að ræða, þar sem prentaðar voru bækur í Kaupmannahöfn á íslenzku og auk þess er notkun orðsins ein- okun heldur villandi, þegar rætt er um prentverk á 17. öld, frekar væri að tala um réttindi til þess að reka prentsmiðju og cins og höfundur telur réttilega var vafa- samt að tvær prentsmiðjur gætu þrifizt hér á 17. öld. Veraldleg verk voru afrituð og einnig prentaðar guðsorðabækur, vegna þess að prentaðar hækur voru dýrar og góðir skrifarar höfðu nóg tóm til skrifta t. d. að vetrinum. Fjallað er um Ragn- heiðarmál í bókarlok og rekur höfundur þau mál og er þarflaust að ræða það frek- ar. Höfundi hefur tekizt að rita greinargóða skýrslu um ævi biskupsins, en honum hætt- ir stundum til skrúðmælgi og skáldlegra samlíkinga, og þó ekki svo mjög að spilli heildarstíl bókarinnar. Það er góðra gjalda vert að gefa út ævisögur, þótt nokkuð skorti á að höfundar geti rakið ítarlega æviferil manna á 114 blaðsíðum. Siglaugur Brynleifsson. LISTIN AÐ ELSKA Þýzk-ameríski sálfræðingurinn og húman- istinn Erich Fromm varð ekki fyrstur manna til þess að þreyta huga sinn í átök- um við ástina. Á öllum tímum hefur ástin verið hugsandi mönnurn ásækið viðfangs- efni og er það ekki undravert, þar sem hún getur jafnt með sanni talizt aflvaki flestra hryðjuverka sem snilldarverka þessa heims. Eitt dapurlegasta og sögufrægasta dæmi þess hvemig þeim gat farnazt sem ætlaði að kenna öðrum „listina að elska“, var út- legðardómur rómverska skáldsins Ovidíus- ar, sem rekinn var í ruddabæli eitt við Svartahaf fyrir sömu viðleitni til að við- lialda áhuga manna á þeirri tegund eilífð- armála. sem öðrum er hampað fvrir á okk- ar tíð. Svo menn fari ekki bónleiðir til búðar, er vissara að taka það fram cins og gert var á baksíðu danskrar þýðingar þeirrar bókar. sem hér er um fjallað, að Listin að elska er ekki leiðbeining í hagnýtri nátt- úrumennt til heimabrúks, heldur heiðarleg tilraun sálkönnuðar og mannlífsþekkjara til þess að kanna hvaða hreyfiöfl búa að l>aki því margræða hugtaki, sem notað er yfir ólíkasta atferli mannsins og afstöðu hans til sjálfs sín og umheimsins í heild - ástinni.1 Höfundur færist mikið í fang. I 124 síðna bók, sem fremur mætti kallast löng ritgerð, tekur hann til meðferðar öll þau mannleg tengsl og tilbrigði mannlegra til- finninga, sem nútímamanninum er tamt að kenna við ást. Hann stildar að vísu á stóru í mörgum greinum, enda getur jafn víð- tækt viðfangsefni tæpast lilotið aðra með'- ferð í jafn lítilli bók. En höfundur raðar efni sínu skipulega niður í meginkafla og undirflokka, svo lesandi þarf síður að velkjast um þvera og endilanga hókina, ef hann vill hugga sig við eitthvert hálfgleymt spakyrði eða treysta kunnáttu sína í fræð- um þessum. Eins og bókarheitið ber með sér, telur Fromm að ástin sé list. Hæfileikinn til að 1 Erich Fromm: Listin að elska. Jón Gunnarsson íslenzkaði. Mál og menning 1974. 124 bls. 262
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.