Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 21
Ragnheiður Gestsdóttir
Myndir í barnabókum á íslandi
Sumarið 1994 sat ég um tíma við að berja saman greinarkorn um mynd-
skreytingar í íslenskum barnabókum fyrir rússneskt tímarit um barnabók-
menntir. Það var sérkennileg og um leið holl reynsla að reyna að skýra og
skilgreina efni sem er svo nærtækt og þekkt, svo sjálfsagður hluti af tilveru
minni, fyrir lesendur sem væntanlega vissu fátt eða ekkert um íslenskan
veruleika. Þetta minnti svolítið á æfingu sem skólabörn hafa gaman af; að
setja sig í spor einhvers sem reynir að útskýra hversdagslegt jarðneskt fyrir-
bæri fýrir geimveru. Þá þurfa þau allt í einu að koma orðum að einhverju
sem er svo sjálfsagt að þau eru hætt að taka eftir því. Ekki svo að skilja að ég
vilji líkja lesendum þessa ágæta tímarits við geimverur í sambandi við
bókmenntir og listir, öðru nær. Það sem mér fannst að hlyti að veitast þeim
erfitt að skilja sem alist hafa upp við aldagamla myndlistarhefð, var mynd-
fátæktin sem til svo ótrúlega skamms tíma var hlutskipti íslendinga og
hvernig hún hefur áhrif á okkur enn í dag.
Það þarf ekki að hverfa lengra aftur en til aldamótakynslóðarinnar til að
finna fólk sem ólst upp við næstum algjöra myndfátækt. Altaristaflan í
kirkjunni, póstkort, ljósmyndir af ættingjum, ef til vill myndir af kóngafólki
og myndir úr dönskum tímaritum voru einu myndirnar í umhverfinu. Ég
reyndi að skýra frá þessu í umræddri grein og jafnframt þeirri áherslu á orðið
sem einkennir menningu okkar. Hvernig allt það sem mikilvægast var í
daglegri tilveru var af ríki orðsins, allt sem skemmti mönnum, huggaði þá,
lyfti andanum yfir daglegt amstur. Þörfin fyrir fegurð til að gleðja augað
kemur þó fram í útskurði, útsaumi og útprjóni á nytjahlutum og fatnaði, en
við þurfum ekki að leita langt út fýrir okkar menningarheim til að finna
margfalt meiri fjölbreytni og grósku í skreytilist alþýðunnar. Auðvitað var
fátæktinni fyrst og fremst um að kenna, en það er eins og hægt sé að greina
vissa tortryggni gagnvart því sem er fallegt, hræðslu við tildur og prjál sem
tengist ef til vill lútherskum púrítanisma. Draumarnir um fegurðina koma
samt til okkar gegnum ævintýrin ogþjóðsögurnar, glæstar ævintýrahallir og
huldukonur bláklæddar og grænklæddar með gullbeltin um sig miðjar. En
TMM 1995:3
19