Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 9
árum. Dagur spyrðir þrjá af
okkur, mig, Þorgeir Þorgeirson
og Mikael Mikaelsson, saman í
ágætu kvæði: Víti til varnaðar
(til Þorgeirlaugs Mikaelssonar),
og segir þar frá hugsjóna-
manninum í íslenskri kvik-
myndagerð sem endar með
„gat á skeifugörn í staðinn fyr-
ir/ djörfu/ hugljúfu/ stór-
brotnu/ tímamótakvikmynd-
ina sem hann hafði geingið
með í maganum“. En einhvern-
tíma undir tvítugt leggst ég af
ógurlegum þunga í Stein Stein-
arr. Fann þar eitthvert lífsviðhorf sem mér fannst ríma við mig. Kannski þessi
rómantíska íronía. Veit ekki hvort það kveikti eitthvað í manni. Jú, eitthvað
fór maður að yrkja eins og Steinn, í hefðbundnu formi. Jafnvel sonnettur.
Sem betur fer hélt ég þeim ekki til haga. Steins-tímabilið varði óhemju lengi,
enda Steinn skáld sem maður er sífellt að detta í, einsog ofaní djúpa gröf og
svo þarf að komast upp úr! Síðan lagði ég Stein frá mér og tók mig tíu til
fimmtán ár að koma aftur til hans. En ég var frekar seinn að uppgötva
atómskáldin, kannski eitthvað litið í þau en ekkert að gagni. Svo var það á
jólanótt á Hótel Borg. Þá nótt las ég Jarteikn Hannesar Sigfússonar.
Hún kemur sextíu og sex...
Jú þetta var jólanóttin árið 1966. Ég hafði klárað skólann þá um sumarið og
unnið sem næturvörður á Hótel Borg. Fram að þeim tíma hafði ég ekki tekið
atómskáldin beint til mín, en þessi bók, Jarteikn, hafði geypileg áhrif á mig
og má kannski segja að Hannes hafi verið fyrsta skáldið eftir Stein sem grípur
mig. En ég man mjög vel eftir þessari jólanótt. Var vakinn upp klukkan sex
um morguninn af Kjarval sem bjó þá á Borginni. Hann þurfti að komast inn
á vinnustofuna því hann hafði látið loga ljós um nóttina. Færði mér hangi-
kjöt og harðfisk á diski. En auðvitað las maður yngri skáldin líka; Þorstein
frá Hamri, Dag, er reyndar að kynnast Degi um þetta leyti... Dagur er mér
alltaf minnistæðari sem manneskja en skáld, ekki þar fyrir að hann var mjög
gott skáld. Það var í gegnum Dag sem ég fór að lesa meira af erlendum
skáldskap. Sumarið 1966, fjórða júlí minnir mig, gefur hann út dálítið
skemmtilegt kver, eiginlega bara bundið saman með slaufu og voru það
Ljósmynd: Nökkvi Elíasson.
TMM 1995:3
7