Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Síða 129

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Síða 129
sýnum og gæddur hetjulund, blíður og kurteis við konur: minnir meira á óska- draumaástarsagnaenkarlmenníslend- ingasagna. Úlfbrún forna er vel sköpuð persóna, og Gunnhildur hálfsystir Korku fær líka áhugaverða mynd á sig undir lok seinni bókar þegar hún verður vitskert af stöð- ugu ofbeldi eiginmannsins. Annars eru aukapersónur yfirleitt einhliða mann- gerðir eins og söguhetjur. Spennandi und- antekning frá því eru persónur sem eiga sér stoð í veruleikanum. Göngu- Hrólfur fær að vísu lítinn lit, en eiginkona hans, ffanska greifadóttirin Popea, sem Korka kynnist í Danmörku, lífgar mikið upp á sinn hluta sögunnar, bæði með persónu sinni og forvitnilegri fortíð, og Torf-Einar Orkneyjajarl verður líka minnisstæður. Lesandi óskar þess eiginlega að Korka hefði hitt fleira ffægt fólk á ferðum sínum. Allt er sem sýnist Sögumaður bókanna er alvitur og sér í huga ýmissa persóna annarra en Korku og Atla: til dæmis Úlfbrúnar, Unu ambáttar á Reykjavöllum, Þormóðs bróður Ada, Gunnhildar, Viðars vinnumanns og jafh- vel Gunnbjarnar, hins illa Vestfirðings. Helsti galli bókanna er þó ekki vaklandi sjónarhorn heldur hve einræðar persónur eru. Þær eru alltaf nákvæmlega það sem þær sýnast vera. Sama er með ffásögnina, oftast er hún einföld og einræð rás at- burða. Undantekning er áhrifamikið upp- haf sögunnar, írska sögnin um Shannon-fljót sem Mýrún móðir Korku segir henni og börnunum á bænum og verður eins og forspá um flóðið hræðilega sem tekur þau skömmu seinna. Þó að Vilborg hafi aflað sér heimilda víða í íslenskum fornritum hefur hún frásagnarhátt þeirra ekki að fyrirmynd. Aðal þeirra er innri spenna, samfélags- leg og heimspekileg; þær bestu eru tví- ræðar, hafa íroníska dýpt sem veldur því að menn geta endalaust rætt boðskap þeirra og tilgang. f sögu Korku er búin til spenna með því að láta rúnirnar boða skelfilega atburði. Það tekst í fyrsta sinn, en í annað sinn er lesanda orðið ljóst að allt stefnir að góðum endi fyrir sögu- hetju og tekur ekki mark á illspánni. Sagan er orðin fyrirsjáanleg. Höfundur dregur of eindregið taum söguhetju sinnar til að sagan nái þeirri samfélagslegu dýpt sem lagt er upp til. Gott dæmi um það eru örlög Hrafnhild- ar litlu, „dóttur“ hálfsystranna. Vandséð er þegar sagan er öll hvers vegna hún „Má ekki deyja“ eins og Korka leggur svo mikla áherslu á (Við, 75). Hún lifir sannarlega ekki sjálfri sér til gleði og engum til gagns nema Korku. Það er engin tvöfeldni í frásögninni, enginn efi eða sársaukafullt val milli tveggja kosta. Formlega er sagan af Korku sambærileg við vel gerðar ævintýrasögur fýrir unglinga, en efnislega brýtur hún blað í unglingabókaskrifum hér á landi. Þá á ég bæði við fróðleikinn um samfélag manna hér á landi og í grannlöndunum á víkingaöld en þó einkum raunsæilegar lýsingar á ofbeldi og ástarlífi, án yfir- breiðslu og mærðar. Hvörfin í Við Urðar- brunn, þegar Korku er nauðgað og hún myrðir kvalara sinn, eru líka hvörf í ís- lenskum unglingabókum. Viðmið þeirra hafa breyst óafturkallanlega. Víkingaöld Korku er ekki að öllu leyti liðin. Enn er stúlkum nauðgað, enn ger- ist það víða um heim að stúlkum er refsað fyrir ástir utan hjónabands, ég tala nú ekki um ef þær taka niður fyrir sig, enn eru konur beittar viðbjóðslegu ofbeldi í hjónabandi eins og Gunnhild- ur. Þetta er harður sannleikur sem tími var kominn til að segja frá í unglinga- bók. Með því að flytja sögusviðið aftur um þúsund ár geta lesendur fræðst um leið og þeir njóta sögunnar sem afþrey- ingarefnis og hugsað svo um það á eftir að hve miklu leyti hún skírskoti til veru- leika þeirra. Silja Aðalsteinsdóttir TMM 1995:3 127
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.