Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 68
tryggð við söguna löngu eftir að jólabókaflóðinu 1990 lauk. Eftir hana verður
þriðja bókin um Kidda hastarleg vonbrigði því þar er eiginlega enginn
söguþráður og spennan byggð upp kringum ósköp kjánalega hluti.
Eitt af því sem skilur sögur Þorgríms frá sögum fyrirrennara hans, Eðvarðs
Ingólfssonar og Andrésar Indriðasonar, er að hann leyfir sér í öllum sögun-
um að vera svolítið klúr. Það er strákaelementið sem á að vega upp á móti
öllum mjúku stelputilfinningunum. Áður var getið um vangaveltur Tryggva
og Kidda um kynhneigðir Skapta. Þær halda áfram á gamansömum en
all-berorðum nótum:
„Auðvitað er hann ekki hommi en þú mátt mín vegna mæta með
korktappa í skólann á morgun ef þú heldur að hann sé skotinn í
þér. Kannski að nýja stelpan og nýi strákurinn í bekknum fari bara
að slást um þig,“ sagði Kiddi og glotti lymskulega framan í Tryggva.
„Kannski verður Skapti hrifinn af litla skaftinu þínu þegar þið farið
saman í sturtu eftir leikfimitímana? /.../“ (Tár, 14-15)
Minnst er um slíka dirfsku í fyrstu bókinni, enda söguhetja þá enn alveg
óreynd. Það djarfasta þar eru prumpleikir sem Tryggvi stundar vegna þess
að honum finnst prumpufýlan sín svo góð (Með fiðring, 114, 126). Víða í
miðbókinni er strákalegt kynferðishjal, til dæmis þegar Skapti segir frá
tilraunum sínum til að láta ólík dýr eignast afkvæmi saman (24), þegar Kidda
verður „illt í klofinu11 við að horfa á Skapta gera ballettæfmgar (101) og þegar
Kiddi sendir bolta „beinustu leið í punginn“ á glæpamanninum (168).
ítrekað er í Mitt er þitt að Kiddi sé hinn mjúki maður sem allar stúlkur
dreymi um, til dæmis þegar hann grætur Agnesi uppi á þaki meðan hinir
krakkarnir eru að skemmta sér fyrir neðan hann (36). Þeir Tryggvi eru líka
fúsir til að bjarga prinsessu fr á ljótum dreka þegar tækifæri gefst. En langmest
er um gróft orðalag, lýsingar og atferli í þeirri bók. Hvað eftir annað hagar
fólk sér eins og „einhver hefði sett kláðaduft í buxurnar“ hjá því (55,58); afi
Sóleyjar segir frá kvenpersónu sem var „víst ansi lausgirt, blessunin" (83),
og hann lýsir því líka hvernig fréttirnar þrykktust á rasskinnarnar á fólkinu
í gamla daga þegar það skeindi sig á dagblöðum:
„Þá var kátt í höllinni og mikið hlegið. Við gerðum stundum í því
að hlaupa með fréttir, nýjar eða gamlar, á afturendanum um
baðstofuna og viðhafa rassaköst. Á meðan blöðin entust gat maður
séð á rössum systkinanna hvort þau hefðu þurft að fara á kamarinn
um daginn. Ef svo var, var komin önnur ffétt á bossann.“ (86)
Þetta minnir ekki á annan höfund meira en Guðberg Bergsson.
66
TMM 1995:3