Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 114
Áður en menningin verður steinrunnin Þannig lýkur sögunni og hvað þýða nú öll þessi ósköp? Pétur og leigjandinn vaxnir saman, konan loks búin að taka á sig rögg og ætlar að opna dyrnar en þá fellur handleggurinn niður — steinrunninn. Það þarf ekki mikinn spámann til að sjá hversu margræður endir sögunnar er. Hann verður seint skýrður í eitt skipti fýrir öll en þó er ljóst að ekki er hægt að líta framhjá öllum biblíuvísununun í lok sögunnar. Ég tel ekki að Krists-táknmálið þýði að konan eigi að frelsast heldur má fremur segja að í lífi hennar sé ekki rúm fyrir boðskap Krists um að elska náungann eins og sjálfan sig, vera góður sínum minnsta bróður, því að ótti við ofsóknir og öryggisleysi tekur alltaf af henni ráðin, gerir henni ómögulegt að sýna örlæti eða kærleika. Hún virðist hafa sigrast á því að þurfa alltaf að spegla sig í augum umhverfisins: fyrst í augum kvennanna í hverfinu og Péturs, síðan leigjandans, en þegar hún hefur fundið styrk sinn og virðist orðin frjáls þá megnar hún ekki lengur að opna heimili sitt. Styrkur hennar felst í húsinu, það er kastali hennar, bjargið trausta og hún mætir ókunnum manni sem húseigandi, ekki eins og maður sem mætir manni, — maður sem hefur kærleika. Styrkurinn sem hún hefur öðlast og sækir í ytri tákn er þannig blekking, frelsið til að ljúka upp dyrunum sýndarfrelsi. Hún er enn í fjötrum öryggisleysisins. Auðvitað er hægt að lesa Leigjandann sem ádeilu á herinn á Miðnesheiði, ádeilu á kúgun kvenna, innilokun þeirra á heimilum og þar fram eft ir götum. Sagan er vissulega nátengd hugsunarhætti kalda stríðsins á sjöunda áratugn- um, blindri trú á framfarir, tæknihyggju og hernaðarhyggju. En eins og allar aðrar miklar skáldsögur er hægt að lesa hana með nýjum hætti á nýjum tímum og írónía og gróteska Leigjandans vísa nú í nýjan veruleika í nýrri Evrópu — nýjum heimi. Það er hægt að lesa söguna sem harða ádeilu á nútímasamfélag, ekki aðeins hið íslenska heldur á þá paranoju sem ríkir í vestrænni menningu, óttann við hið óþekkta og við útlendinga. Við greinum sífellt milli okkar og annarra, hugsum í andstæðunni við-hinir, og vörpum verstu hvötum okkar á aðra. Við sjáum þessi mynstur paranojunnar hvar- vetna: í kalda stríðinu var engum að treysta; tvö stórveldi stóðu grá fyrir járnum frammi fyrir hvort öðru og trúðu hinum aðilanum til alls. Öll heimsmyndin byggðist á þessu, hér vorum „við“ og þarna voru „þeir“, annaðhvort varstu með okkur og móti þeim eða með þeim og á móti okkur. Nú þegar kalda stríðinu virðist lokið og Berlínarmúrinn hefur verið rifinn eiga Vesturlönd í vandræðum með sjálf sig, þau eiga í því sem kalla mætti ídentítetskreppu, því að þau hafa misst óvin sinn og andstæðuhugsun okkar krefst þess að ævinlega séu tveir pólar fyrir hendi, jákvæður og neikvæður. 112 TMM 1995:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.