Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 97
hefur ekki tíma til að fara til Havana eða vilt endurvekja minningar um ferð
þangað gerir þessi tónlist það kleift.“ En Mambó kóngunum gengur ekki allt
að sólu. Nótt eina er Nestor að aka bróður sínum og ástkonu hans heim þegar
bíllinn skransar á svelli og hafnar á tré. Nestor lætur þar lífið og Cesar slasast
á sálinni. Það er engu líkara en hluti af honum deyi þar, því fljótlega gefst
hann upp á tónlistinni, reynir síðan ýmis störf til sjós og lands, en dagar að
lokum uppi sem húsvörður. Lífsnauðsynleg tengsl hafa rofnað. Afleiðingin
er sú að maðurinn sem einu sinni lifði alfarið í núinu neyðist til að lifa í
þátíðinni, einsamall og ástlaus. Þetta tengist einu helsta þema bókarinnar,
sem er að sögn Hijuelosar sjálfs, mikilvægi ástarinnar og er það undirstrikað
með titli bókarinnar. En ástar á hverju?
í fyrstu skáldsögu Kazuo Ishiguro, A Pale View ofHills (1982), fellur önnur
dóttir sögumanns, sem er Japani búsettur í Englandi, fyrir eigin hendi og
leiðir það til uppgjörs við fortíðina og menningararf gamla landsins. Etsuko
hefur flust til Bretlands, skilið við japanskan barnsföður sinn og gifst Breta.
Dóttur sína af fyrra hjónabandi, Keiko, hefur hún flutt með sér. Með
Bretanum á hún aðra dóttur, Niki, og var nafn hennar „málamiðlun“,
móðirin vildi hafa það breskt, en faðirinn vildi að það hefði austurlenskan
blæ. Keiko nær affur á móti ekki að sætta austur og vestur og móðirin brýtur
heilann um hvort hún hafi valdið dauða hennar með því að flytja hana til
nýs menningarheims. Þessar vangaveltur enduróma í hliðarfléttu sem Etsu-
ko rifjar upp: sögu af japanskri móður og dóttur í Nagasaki eftirstríðsáranna,
tímum mikils missis. Þegar þær flytja drekkir móðirin kettlingunum sem
höfðu verið líf og yndi dótturinnar, og það að telpunni ásjáandi. Það liggur
beint við að spyrja hvort Keiko hafi mátt þola sambærilegan missi eða hvort
móðir hennar hafi óbeint drekkt henni í breskri menningu.
í nýlegri bók kínversk-bandarísku skáldkonunnar Fae Myenne Ng, Bone
(1993), fellur systir einnig fyrir eigin hendi, að því er virðist af menningar-
legum ástæðum. Það er athyglisvert að Ona, stúlkan sem styttir sér aldur, er
í miðjum systkinahópnum: „Ona var miðsystirin og fannst hún vera föst í
vandræðunum miðjum.“ (139) Hún er föst á milli menningarheima og nær
ekki að sætta þær andstæður sem togast á um hana. Ein systranna flytur
stranda á milli til að reyna að losna úr þessari klemmu, en verður að koma
til baka þegar Ona deyr. Þá segir hún um foreldra sína: „Þau vilja ekki ganga
inn í okkar heim. Við þurfum að lifa áfram í þeirra heimi.“ (33) Samt
viðurkenna systurnar að þær viti fulllítið um gamla landið. Faðirinn í Bone
er maður tættur, ekki síst fýrir það að bandarísk menning neyðir hann til að
vanvirða forfeður sína og ganga þannig á sveig við heilagan þátt í kínverskri
menningu, forfeðradýrkunina. Bein föður hans týnast í bandaríska kirkju-
TMM 1995:3
95