Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 100
kom til Iowa hafði ég aldrei verið í herbergi með karlkyns gestum.
Það þótti ekki við hæfi í mínu landi. Fyrir margar af mínum
persónum brýst uppreisnin því ffam á kynferðislegan hátt.
Þetta kynferðislega vald getur þó verið heldur betur tvíbent, því eins og
Mukherjee fékk sjálf að kenna á þegar hún bjó í Kanada, þá álitu innfæddir
hana einatt vera gleðikonu. Hún skrifaði um þetta, meðal annars í formála
að smásagnasafni sínu Darkness (1985), og vakti það töluverðan úlfaþyt þar
í landi. Það er athyglisvert í ljósi sambærilegra yfirlýsinga sumra nýbúa á
íslandi um viðhorf íslendinga til sín. Þannig getur hinn innflutti bent á
ýmislegt sem hinir innfæddu hafa ekki gert sér ljósa grein fyrir áður. Hann
býr til skilafrest.
En svo er hitt jafnalgengt að konum finnist þær valdalausar í nýja heim-
inum. Þetta kemur fram í áður tilfærðum orðum móðurinnar í Leik hlæjandi
láns þegar hún fórnar höndum yfir því að bandarískar aðstæður og kínversk
skapgerð fari ekki saman. Þetta kemur ekki síður fram í ævisögum, til dæmis
hjá Evu Hoffman í Lost in Translation þar sem móðir hennar segir: „í Póllandi
hefði ég vitað hvernig ég átti að ala ykkur upp,“ en í nýja landinu hefur hún
misst vald sitt, að sögn dótturinnar. (145) Hún er því í stöðu barnsins og
margoft kemur það fyrir í sögum að börnin telja foreldra sína varnarlausari
í nýja heiminum en sig sjálf. Aðalheiður Hólm Spans, sem settist að í
Hollandi, víkur að þessu í minningum sínum, Veistu, ef þú vin átt. „Það
kostaði mig áralanga baráttu að fá fólk til að meta mig fyrir það sem ég hafði
til að bera, hér þar sem ég var komin.“15
Tungumál takast á
Að taka sér bólfestu í nýjum menningarheimi, ekki síst ef maður verður
jafnframt að tileinka sér nýtt tungumál, er að mörgu leyti sambærilegt við
að sjá heiminn á nýjan leik með barnsaugum og ráðast aftur til inngöngu á
„symbólska“ stigið, það er, að fara á nýjan leik í gegnum máltöku og
félagsmótun. „En þegar tveir menningarheimar mætast liggur það í hlutarins
eðli að sá sem gengur inn í hópinn stendur langtum veikar að vígi“, segir
Aðalheiður Hólm Spans. Pólsk-ástralska skáldkonan Ania Walwiczs er að
vissu leyti birtingarmynd þessara sanninda. Hún hefur kosið að skrifa
skáldskap sinn á bjagaðri ensku, hálfgildings barnamáli: „Þið samþykkja mig
aldrei... Þið alltaf spurja mig hvað ég er ... Þið segja mér að ég sé skrýtin í
útlit. Öðruvísi.“16
Sambærilegt barnamál birtist reyndar einnig í Leik hlœjandi láns þegar
mæðurnar kínverskbornu tjá sig á ensku. Með því að láta þær tala kínversku,
98
TMM 1995:3