Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Qupperneq 100

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Qupperneq 100
kom til Iowa hafði ég aldrei verið í herbergi með karlkyns gestum. Það þótti ekki við hæfi í mínu landi. Fyrir margar af mínum persónum brýst uppreisnin því ffam á kynferðislegan hátt. Þetta kynferðislega vald getur þó verið heldur betur tvíbent, því eins og Mukherjee fékk sjálf að kenna á þegar hún bjó í Kanada, þá álitu innfæddir hana einatt vera gleðikonu. Hún skrifaði um þetta, meðal annars í formála að smásagnasafni sínu Darkness (1985), og vakti það töluverðan úlfaþyt þar í landi. Það er athyglisvert í ljósi sambærilegra yfirlýsinga sumra nýbúa á íslandi um viðhorf íslendinga til sín. Þannig getur hinn innflutti bent á ýmislegt sem hinir innfæddu hafa ekki gert sér ljósa grein fyrir áður. Hann býr til skilafrest. En svo er hitt jafnalgengt að konum finnist þær valdalausar í nýja heim- inum. Þetta kemur fram í áður tilfærðum orðum móðurinnar í Leik hlæjandi láns þegar hún fórnar höndum yfir því að bandarískar aðstæður og kínversk skapgerð fari ekki saman. Þetta kemur ekki síður fram í ævisögum, til dæmis hjá Evu Hoffman í Lost in Translation þar sem móðir hennar segir: „í Póllandi hefði ég vitað hvernig ég átti að ala ykkur upp,“ en í nýja landinu hefur hún misst vald sitt, að sögn dótturinnar. (145) Hún er því í stöðu barnsins og margoft kemur það fyrir í sögum að börnin telja foreldra sína varnarlausari í nýja heiminum en sig sjálf. Aðalheiður Hólm Spans, sem settist að í Hollandi, víkur að þessu í minningum sínum, Veistu, ef þú vin átt. „Það kostaði mig áralanga baráttu að fá fólk til að meta mig fyrir það sem ég hafði til að bera, hér þar sem ég var komin.“15 Tungumál takast á Að taka sér bólfestu í nýjum menningarheimi, ekki síst ef maður verður jafnframt að tileinka sér nýtt tungumál, er að mörgu leyti sambærilegt við að sjá heiminn á nýjan leik með barnsaugum og ráðast aftur til inngöngu á „symbólska“ stigið, það er, að fara á nýjan leik í gegnum máltöku og félagsmótun. „En þegar tveir menningarheimar mætast liggur það í hlutarins eðli að sá sem gengur inn í hópinn stendur langtum veikar að vígi“, segir Aðalheiður Hólm Spans. Pólsk-ástralska skáldkonan Ania Walwiczs er að vissu leyti birtingarmynd þessara sanninda. Hún hefur kosið að skrifa skáldskap sinn á bjagaðri ensku, hálfgildings barnamáli: „Þið samþykkja mig aldrei... Þið alltaf spurja mig hvað ég er ... Þið segja mér að ég sé skrýtin í útlit. Öðruvísi.“16 Sambærilegt barnamál birtist reyndar einnig í Leik hlœjandi láns þegar mæðurnar kínverskbornu tjá sig á ensku. Með því að láta þær tala kínversku, 98 TMM 1995:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.