Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 122
þeirra á jörðu. Hamingjan sem maður- inn sækist eftir býr ekki í því sem er fyrir utan hann og ofan, heldur í vináttusam- bandinu, hjónabandinu eða fjölskyld- unni. Ástin er ekíd nauðsynlega spegilmynd þeirrar ástar sem maðurinn ber til guðdómsins. Hún er ekki kosmískt afl líkt og sú nýplatóníska ást sem Pico della Mirandola eða Ficino sáu að verki í alheiminum. Hún er ekki myndhverfing fyrir samband dulspek- ingsins við hið yfirskilvitlega. Hún er tilfinning sem tengir saman tvo einstak- linga hér og nú og á sér enga samsvörun hvorki á himni né jörðu. Hinn elskaði er einstakur og ekkert getur komið í stað- inn fyrir hann. Ástin sem er borin til hans er sú jarðneska fýlling sem gerir lífið þess virði að lifa því. En um leið og þessi eining brotnar. Um leið og ástvin- urinn fellur frá, hinn elskaði hættir að elska, fjölskyldan sundrast eða vinurinn hverfur á braut er þetta hverfur sú merk- ing sem þeir mynduðu. Öfugt við hinn yfirskilvitlega heim er sá jarðneski aldrei eUífur. Sá heimur sem grundvallast á því að hamingjan felist í ástarsambandinu eða samvistum fólks innan vébanda fjöl- skyldunnar getur þá og þegar orðið að engu. Til að halda honum við verður einstaklingurinn að taka þátt í flóknu ferli þar sem sjálfskönnun (Af hverju yfirgefur hann/hún/pabbi/mamma mig? Af hverju er ég ekki elskaður þegar ég elska?) og stöðug rýni í viðbrögð og gerðir annarra móta líf hans. Því ákafari sem þessi þrá eftir hamingjunni verður, því öfgafyllri verða tilrauninar til að halda henni við. Þessar öfgar birtust þegar hjá fyrstu bókmenntahetjunni sem setti allt sitt traust á eina mann- eskju, eina konu, og féll frekar fyrir eig- in hendi en að lifa lífinu án hennar. Werther Goethes brennur upp í ást sinni á Lotte. Lífið án hennar er smækk- uð mynd af dómsdegi. Hin horfna ein- ing ástvina eða barns og foreldra verður aldrei aftur bætt. Hverfi þetta samband, er tilgangur lífsins horfinn. Það er að engu meir að hverfa. Þessi horfna eining er helsta við- fangsefni skáldsögu Vigdísar Gríms- dóttur, Grandavegur 7. Einfríður, aðalsöguhetja hennar og sögumaður segir frá lífi sínu og þeirra sem henni standa næst, einnig þeirra sem dánir eru, út frá sjónarhóli þess sem hefur misst þessa einingu og stendur á þrösk- uldi nýs sáttmála, nýs lífs sem tekur við því gamla. Bókin hefst á lýsingu á missi. Hundur Einfríðar, einn besti vinur hennar, verður undir bíl og er étinn upp til agna af máfum, nánast á augabragði. Það er ekkert eftir af honum nema beinagrindin. Þegar hún jarðsetur hann að kvöldi hefur allt breyst. Hún sjálf hefur fundið vin, kærasta sem hún vill eyða með lífinu, og hin brotna eining fjölskyldu hennar er aftur heil. Þótt þessi eini dagur væri „fyrir sjö árum“ (sem miðast við útgáfuár bókarinnar 1994) skiptir tíminn sem líður á milli hans og ritunartímans harla lidu máli fýrir sögu- manninn. Þess er getið að ein af persón- um sögunnar, Skáldið, hafi á þessum tíma sent ffá sér skáldsöguna sem hann er að rita um Grandaveg 7 og að Einfríð- ur hafi farið til útlanda í millitíðinni (bls. 69) en frásögnin er að öðru leyti bundin við þennan eina dag (þegar Einffíður var sjö sinnum sjö = 14 ára gömul) og það sem borið hafði við fr am að honum. Þetta er ekki ffásögn af þeirri hamingju sem vinátta Einfríðar og Harðar virðist ætla að færa þeim í sögulok. Þetta er saga af tíma þegar einingin brotnaði og Ein- fríður og bróðir hennar reyndu að seiða hana aftur inn í líf sitt með öllum ráð- um. Þetta er saga af næstum því örvænt- ingarfullum tilraunum barna til að gera heim sinn aftur heilan. Brothætt öryggi Þannig er hvarf hundsins og snögg um- breyting hans í fægða beinagrind tákn- \ 120 TMM 1995:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.