Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 73
strákabók, Lalli Ijósastaur, um strák sem íyrir galdra verður svo stór að hann sigrar alla í körfubolta. Hin var Bak við bláu augun. í Sporum í myrkri hélt hann svo áfram að skrifa sögu um tilfinningar og ástríður, en söguþráður hennar dreifist víðar og heldur ekki eins vel og í Bak við bláu augun. Hér hefur verið rætt um bækur Þorgríms sem formúlubækur, afþreying- arbækur, en ætli það sé réttmætt? Afþreyingarbækur má skilgreina sem svo að þær bjóði lesendum upp á alvörulausan spennuleik, lokki okkur inn í kvíðafullar aðstæður ótta og óskadrauma og leiði okkur gegnum þær að fyrirsjáanlegum, huggunarríkum endi af hárréttu tagi. Þær séu nokkurs konar sálarnudd, uppbót fyrir hversdagsleiðann; laðandi og spennandi með- an það varir en á endanum leikur, útfærsla á óskadraumum — skemmtun — ekki alvara. Þær dýpki ekki skilning okkar á veruleikanum, kenni okkur ekkert nýtt, segi okkur ekkert sem við vissum ekki fyrir. Alvörubókmenntir eiga að gera allt þetta; við krefjumst þess að þær séu frumlegar, komi okkur á óvart, og séu vel skrifaðar. Ég efast ekki um að Þorgrímur hefur metnað til að skrifa alvörubækur fyrir unglinga, og það tókst honum í Tárum, brosi og takkaskóm. En báðar viðamestu sögur hans, MIBak við bláu augun og Spor í myrkri, eru of fyrirsjáanlegar, yfirborðslegar og væmnar til að verða neitt annað en afþrey- ing. Versti ókostur Þorgríms sem höfundar er þó stíllinn, sem jafnvel lýtir hans bestu bók. Þorgrímur skrifar tuggustíl. Hann endurtekur skoðanir og tilfinn- ingar og útskýrir of ítarlega fyrir lesendum, vantreystir minni þeirra, viti og skilningi. Lesandi þarf til dæmis ekki að láta minna sig á hvenær orðin voru sögð (36) sem Kamilla endurtekur fyrir Nikka á síðu 49 í Bak við bláu augun: „Hún er svo heimsk greyið. Þegir bara og starir út í loftið eins og álka.“ Kamilla rifjaði upp það sem Nikki hafði sagt við Lilju, kærustuna sína, um hana þegar hann hélt að hún heyrði ekki til. Ekki þarf heldur að minna lesanda á að Kamillu fannst sem einhver hefði hreyff við bréfínu frá mömmu hennar þegar hún kom inn til sín á jólanótt (122), það er einn af hápunktum spennunnar, og þó er það gert á síðu 138. Gott dæmi um ofskýringu er þegar Kamilla hefur haldið býsna góða ræðu yfir Nikka um tilfinningaleysi hans, sjálfselsku og sýndarmennsku og höf- undur bætir við: „Kamilla var ekkert að skafa utan af hlutunum enda áttu þeir ekki von á góðu sem gerðu eitthvað á hennar hlut.“ (50) Kamilla á að fá að byggja persónu sína sem mest upp sjálf í huga lesandans, enda er hún manneskja til þess. Endurtekningar á upplýsingum verða stundum eins og tafs: „Hann átti TMM 1995:3 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.