Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 43
handa konungi, hefur fr á upphafi ætlað sér öllu meira en drottningartignina tóma eins og aðrar hennar líkar. En svo mjög hræddist Laufey tröllskap Blávarar að hún þorði ekki að opinbera lygar hennar og blekkingar systkin- um sínum, Líneik og Sigurði, og biðli Líneikar, grískum konungssyni, fyrr en hún var sjálf komin í öruggt hæli og klykkti út með þessum orðum: „Hefur Blávör valdið dauða konungsins föður ykkar; veldur hún og mannahvarfi því hinu mikla í borg föður ykkar, tekur hún þá og étur á nóttunni, því það er eðli trölla að éta mannakjöt. Er það ætlan hennar að eyða öllu fólki á föðurlandi ykkar og byggja það síðan aftur tröllahyski sínu.“ Við þetta brá mágunum væntanlegu svo í brún að þeir safna „mönnum sem skjótast og búast á burtu,“ en í föðurborg systkinanna varð „fátt manna fyrir“ sem von var. Blávöru voru engin grið gefin að sjálfsögðu heldur barin „grjóti til bana“ eins og Katla galdrakind í Eyrbyggju og brennd „síðan á björtu báli“ — enda dugði það til að draugar gengju ekki aftur eins og sannaðist á Þórólfi bægifæti. Að loknu brúðkaupi Líneikar og konungssonarins gríska tóku þau svo „þar við ríkisráðum.“ Skyldmennin reyndust oft enn verri viðureignar en tengdafólkið. Amma Hildar konungsdóttur í Sögunni afjónídes konungssyni ogHildi konungsdótt- ur reyndi með öllum ráðum að koma Jónídes fyrir kattarnef, „en ekki vildi hún fyrir nokkum mun að hann fengi“ Hildar, þegar hún varð þess vör að þeim uppeldissystkinunum „var mjög vel hvoru til annars er þau eltust.“ Þegar banaráðin hrifu ekki, vegna þess að Hildur hafði numið nóga galdra af ömmu sinni til að sjá við kerlingunni, tókst þeirri gömlu að láta Jónídes gleyma Hildi — um stundarsakir auðvitað. Þótt ömmunni væri fullkunnugt að Jónídes væri konungborinn, verður ekki séð að það hafi blíðkað hana hið minnsta. Annars máttu söguhetjurnar búast við ofsóknum velflestra skyldmenna. Útilegumað- urinn Björn bragðastakkur vildi taka dóttur sína til konu, en móðurina grunaði þetta á banasænginni og stakk töfragrip að stúlkunni svo henni tókst að flýja og varð drottning. Allt að einu tókst föður hennar að gera henni allt til miska, þangað til að tröllskessa sá við Birni, og bjargaðist drottningin við það úr nauðum en tröllkerlingin úr álögum. Y rði yngsta systirin í fjölskyldunni drottn- ing stóð ekki á því að báðar þær eldri brugguðu henni banaráð af eintómri öfund. í Mærþallar sögu móðgaðist yngsta Blákápan svo stórlega þegar hún var sett hjá eldri systrum sínum að hún spáði Mærþöllu, hertogadótturinni ný- fæddu, illu einu, þótt hún yrði að leggja nokkra líkn með þraut. 3 Til voru aðsópsmiklir kóngar sem lögðu þrautir fyrir biðla dætra sinna, en nóg um unga kóngssyni reiðubúna að leysa þær og vinna svo til kóngsdætr- TMM 1995:3 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.