Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 117
Ritdómar Skáldsagan sem bútasaumur Pétur Gunnarsson: Efstu dagar. Mál og menning 1994. 234 bls. I „Ég lít á mig sem klippara." Þannig hljóða lokaorð Efstu daga nýjustu skáld- sögu Péturs Gunnarssonar. Vegna stöðu þeirra er sjálfsagt að líta á þau sem yfír- lýsingu höfundar um verk sitt, þótt hann leggi þau í munn Símonar Antons- sonar, miðaldra sagnfræðings og kenn- ara, en sagan er að ytra formi frásögn hans um stórfjölskyldu sína: börn, tengdabörn og afkomendur móðurafa síns, Símonar Flókasonar, líkkistusmiðs og hringjara í Fríkirkjunni. „Klippari“ er starfsheiti úr kvikmynda- iðnaðinum. Hann er sá sem hefur þann starfa að klippa myndskeið sem búið er að taka og líma þau saman svo að úr verði samfelld atburðarás. Þessi bútasaumur er ef til vill það sem hefur mest áhrif á það hvemig myndin lítur út að lokum: hraða hennar og áferð, hvernig áhorfendur lesa úr henni merkingu. Að líkja því saman við starf þess sem setur saman sögu, sanna eða logna, er skemmtileg hugmynd sem býður upp á margvíslegar útleggingar, eins og svo oft í skrifum Péturs. Líkingin á vel við það sem sögu- maðurinn í Efstu dögum er að gera, þ.e. að skeyta saman ffásagnarbrot um ætt- ingja sína, svo að úr verði heildstæð ffá- sögn. Hún er ekki síðri skilgreining á starfi skáldsagnahöfundarins, sem safn- ar bútum af frásögnum, hugmyndum, mannlýsingum, atvikum, og raðar þeim svo upp í mismunandi form til að skapa mynd af veruleika sem hann býður les- anda sínum að trúa á, a.m.k. á meðan á lestrinum stendur. Þessi hugmynd á einkar vel við höfundarstarf Péturs, en verk hans eru full af bútum sem þessum og sem við þekkjum öll úr lífi okkar upplýstra íslendinga úr millistétt. En hann klippir þau til og raðar saman í sífellt ný og athyglisverð form. Á sama hátt og í kvikmyndalistinni, þá skiptir listfengi klipparans sköpum fyrir merkingu verksins. Ef við lítum á það hvernig klippt er í Efstu dögum kem- ur ýmislegt sérkennilegt í ljós. Þó hún gefi sig út fyrir að vera ættarsaga, er það aðeins lítill hluti af stórfjölskyldunni sem er í brennidepli, og ekki þeir sem nánast eru skyldir sögumanninum. Um þá fáum við sáralítið að vita: ekki hvað eiginkona hans heitir, hvað hún gerir eða hvort þau eiga börn og ekkert um systkini hans, annað en að þau eru til. Fyrst og fremst eru klipptir saman þeir bútar sem varða fjölskyldu Oktavíu, tví- burasystur móður hans: Nikulás, eigin- mann hennar, Ágústu Sól, dóttur þeirra, en einkum þó Símon Flóka, jafnaldra sögumannsins og trúnaðarvin. Það er því ljóst að sögumaður hefur ekki ein- sett sér að búa til venjulega ættar- króníku, þar sem markverðustu viðburðunum úr lífi stórfjölskyldunnar eru gerð skil á svo að segja hlutlausan hátt. Hann er að segja ffá ákveðnu fólki og hann er í sterkara og flóknara sam- bandi við það en skyldleikinn gefur tilefni til. Nánast allt annað er khppt burt. Því er ffeistandi að spyija hver afstaða hans sé til TMM 1995:3 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.