Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 101
sem er þýdd yfir á óbrenglaða ensku, ljær Amy Tan þeim þá reisn sem fullorðnum ber, en um leið eiga dæturnar ábrattann að sækja gagnvartþeim. Þetta snýst svo við þegar mæðgurnar ræða saman á ensku. Þannig verða menningarheimarnir tveir nokkurn veginn jafnréttháir í bókinni og hin ferska sýn barnsins er tryggð. í framhaldi af þessu er gaman að minnast orða Vladimirs Nabokovs, sem einnig var innflytjandi, í eftirmála að skáldsögu sinni Lolitu. Þar segir hann að bókin, sem fjallar um samband fransks innflytjanda við „smádísina“ Lolitu, hnitist ekki um siðferði, heldur sé hún vitnisburður um ástarævintýri hans og enskrar tungu. Nú er bókin sannarlega full af skemmtilegum orðaleikjum og snilldarlegum stíltöktum sem sýna ást hans á málinu, en hitt er þó áleitnara: Ef ást manns á tillærðu tungumáli er sambærileg við ást fullorðins innflytjanda á ungri óþroskaðri stúlku, hvað er Nabokov þá að segja um mök innflytjandans við nýja málið? Þetta er sérlega athyglisvert í ljósi þess að Lolita, sem var í augum Humberts endurholguð kærasta frá æskuárunum í gamla landinu, gengur honum úr greipum og getur í rauninni aldrei orðið hans, því hún höfðar einungis til hans meðan hún er smádís. Humbert er fastur á skeiðinu ffá 9 til 13 ára, en þá er maður að öllu jöfnu að taka út sinn málþroska, tileinka sér tungutak hinna fullorðnu. Humbert talar alltaf með hreimi, „misnotar“ tungumálið þannig í vissum skilningi, meðan Lolita nær að tileinka sér „hreimlausa“ ensku. Þannig má lesa Lolitu sem margslungna samræðu um tungumálið og máltöku. Nýlendur og eftirlendur17 hafa lengi glímt við tungumálið og með tím- anum þróað margslungna orðræðu um þá glímu. í grein í TMM árið 1993 rakti ég hvernig þetta horfir við Áströlum, sem verða að fást við veruleik nýs lands með hugtökum gamals tungumáls. Þetta gerir aðlögunina auðveldari en torveldar Áströlum um leið að árétta menningarlega sérstöðu sína. Aðrar nýlendur máttu sætta sig við að tungumál herraþjóðarinnar var rekið ofan í kokið á þeim, eins og gerðist til dæmis í mörgum Afríkulöndum. Þar voru menn jafhvel fangelsaðir fýrir að skrifa á þjóðtungu sinni. Nígeríumaðurinn Chinua Achebe heldur því fram að Afríkubúar eigi að laga ensku að þörfum sínum, þannig að þeir komi sínum sérstöku boðum sem best á framfæri, án þess þó að afskræma enskuna þannig að hún glati gildi sínu sem alþjóðlegur samskiptamiðill.18 Að hans mati verður þannig til ný enska sem nær að koma afrískri reynslu til skila. Þessu mótmælir Kenýabúinn Ngugi wa Thiong’o, sem heldur því fram að hið nýja tungumál sem þröngvað var upp á þjóð hans hafi firrt hana sjálfri sér, því tungumálið geymi menningararfinn. Innlimun nýs máls er að hans mati eins og að skilja sálina frá líkamanum, eins og að búa til samfélag þar sem búkar eru höfuðlausir og höfuð búklaus.19 Þetta horfir öðruvísi við þeim sem búa í nokkurs konar gettóum, eins og TMM 1995:3 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.