Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 128
nacli? Hvernig er það sem þið auðgist? Þið farið ránshendi um annarra lönd, stelið uppskeru fólksins og hneppið það í þrældóm. Þið lítið niður á þá sem skapa ríkidæmi ykkar með vinnu sinni og af- neitið lausaleikskrógunum. Þið berið þá jafnvel út þegar hart er í ári og það snertir ykkur ekki þótt útburðir af ykkar eigin holdi og blóði gangi aftur og væli hverja nótt í eyru mæðra sinna. /. . ./ æra og heiður, hvað er það í ykkar augum?“ Fræðslan verður ómarkvissari og um- hverfið óljósara þegar kemur til útlanda. Heiðabær vill ekki lifna almennilega þrátt fyrir góðar tilraunir, ekki heldur Suðureyjar. Ekki er farið út í tungumála- mun á ferðalögum Korku, nema hún talar vitanlega gelísku þegar þörf krefur, og mætti alveg skreyta söguna með fleiri orðum úr því máli. Sagan verður satt að segja öll yfirborðslegri þegar íyrsta hlut- anum heima á íslandi sleppir, og það held ég að stafi af því að Vilborg nýtur þess betur að lýsa raunsæilegum atburð- um en æsilegum ævintýrum, þau vilja verða svolítið flöt og endaslepp en hversdagslífið rís á móti. Völvan og víkingurinn Korka er sjáandi, völva, það er sérkenni hennar og markar henni stöðu í sam- félagi sögunnar. Vegna dulrænna hæfi- leika sinna er hún bæði utangarðsmað- ur og manneskja með vald sem margir óttast. Eins og gríska starfssystirin Kassandra verður Korka fýrir því að sjá fyrir voveiflega atburði sem menn vilja ekki trúa, og einu sinni er líf hennar í hættu vegna þess. En offast nær er hún í umhverfi sem tekur kunnáttu hennar eins og eðlilegum hlut, virðir hana og leggur trúnað á spár hennar. Auk rúnafræða kennir Úlfbrún henni grasalækningar sem kemur sér oft vel. Með þessa hæfileika Korku er yfirleitt vel farið í sögunni, fyrir henni eru þeir sjálf- sagðir og þá urn leið fyrir lesandanum. Þó verður grasafræðin dálítið þreytandi þegar fram í sækir og fer að minna á Þjóð bjarnarins mikla og þann bálk allan. Fyrir utan sérhæfileika sína er Korka nokkuð dæmigerð aðalpersóna hetju- sagna, einföld persóna, viljasterk svo af ber, jafnvel persónugervingur einnar ástríðu. Hún er ákaflega fögur hvar sem á hana er litið, eins og kvenhetja í ástarsögu; mest mál er borið í rauða hárið sem nær henni niður í mitti. En Korka er aktíf hetja, ólíkt kvenhetjum ástarsagna, hún tekur málin í sínar hendur, er í karlmannshlut- verki. Hún er alvarleg að eðlisfari (enda ekki hlæjandi að því sem hún má þola), ákaflega ábyrg og siðprúð. Ljós hennar í lífinu er ffelsisþráin, allar athafnir hennar beinast að henni, amk. lengi vel. En kynið er henni til trafala, og eins og í ástarsögun- um hlýtur leið Korku að settu marki að liggja gegnum gimd eða ást karlmanns. Þó að formið sé hetjusaga þarf hún á brögð- um ástarsögunnar að halda til að dæmið gangi upp. Hvörfin í lífi Korku verða þegar karlmenn „sjá“ hana, fyrst Hallur, svo Atli. Eftir að örlögin láta svartan hest Atla Atlasonar ffá Suðureyjum slá Korku í rot á höfundur í nokkrum vandræðum með að segja okkur að sagan fjalli um eitthvað annað en persónulega hamingjuvon Korku. Ástin verður hreyfiafl sögunnar; lesandi bíður þess eins að vita hvort þau nái saman á forsendum Korku — bíður þó ekki, því auðvitað er Korka löngu búin að sjá allt saman fyrir í rúnunum. Atli er stórbóndasonur frá Suður- eyjum sem gekk í lið Göngu-Hrólfs sjö árum áður en þau Korka hittust. Það ætti því að vera illbrúanleg þjóðfélags- gjá milli hans og ambáttarinnar; ef hann velur hana útskúfar ættin hon- um, og það finnst honum sárt: „Hvað er ég án þeirra sem eru tengdir mér blóðböndum?“ spyr hann (Norna, 24). Þessi bönd slítur hann þó eftir að Korka hefur beitt hann kynferðisleg- um þvingunum eins og konurnar gera í Lýsiströtu Aristófanesar. Atli er ein- föld manngerð eins og Korka. Fríður 126 TMM 1995:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.