Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 86
Nú kynni einhver að segja að allt sé þetta gott og blessað, og gaman íyrir
mig að dunda mér við að leita uppi vísanir og textatengsl og setja merkimiða
póstmódernismans á bókina og stafi Umbertos Eco og Rolands Barthes
undir, en hvað komi það barnabókmenntum við, eða börnum?
Þá er náttúrulega því til að svara að hvorki merkimiðar né erlendir
fræðimenn koma börnum neitt sérstaklega við, en það sem þeir hafa sagt,
skilgreining Eco á póstmódernisma og sú hugmynd Barthes að raunveruleiki
okkar sé samansettur úr textum kemur börnum svo sannarlega við. Ef
einhver okkar eru íbúar ævintýraskógarins og lifa og hugsa á forsendum hans
þá eru það börn. í ritdómi um Skilaboðaskjóðuna stuttu eftir útkomu
hennar ritaði Hildur Hermóðsdóttir:
Ég hef á snærum mínum ungan neytanda (4 ára) og ætla hér að
lokum að láta fljóta með orð hans eftir þriðju eða fjórðu yfirferð
um Skilaboðaskjóðuna: „Mamma, hvernig kemst maður inn í
svona bók?“ Hann vildi verða virkur þátttakandi í ævintýrinu.14
Ég vitna til þessara orða hér vegna þess að ég
held að börn eigi mjög greiða leið inn í svona
bækur og inn í heim ævintýranna, að þau séu
alltaf virkir þátttakendur í ævintýrinu. Ferð
Putta út í ævintýraskóginn er þannig líka ferð
barnsins inn í bókina og heim ævintýranna, og
leiðin til að komast inn í svona bók að lesa hana
aftur og aftur.
Aftanmálsgreinar
1 Bruno Bettelheim kveður já við öllum þessum spurningum í bók sinni The Uses
ofEnchantment: the Meaningand Importance ofFairy Tales, Peregrin Books, 1979,
bls. 93.
2 Þessi gamla hugmynd, að goðsögur og ævintýri beri í sér einhvern sannleik sem
ekki er að finna annars staðar, virðist vera að ná hylli á ný. Robert Bly hefur til
dæmis gert tilraun til að útskýra og lækna tilvistarvanda vestrænna karlmanna
með hliðsjón af ævintýrinu um Járn Hans úr safni Grimms bræðra, sjá bók hans
Iron John: A Book About Men. Þá notar Camilie Paglia goðsagnir og ævintýri
óspart í ritum sínum, grein eftir Pagliu og kynning Árna Sigurjónssonar á henni
birtust í TMM 54/1/1993.
3 Póstmódern er ekki auðskilgreinanlegt hugtak, ég nota það hér í sama skilningi
og Umberto Eco. Póstmódernismi að skilningi Eco er ákveðin vinnuaðferð eða
viðhorf til fortíðarinnar. Hann felst í að líta hana jákvæðum írónískum augum
84
TMM 1995:3