Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 112
— sterkur á ný og tilbúinn til að ljúka byggingunni. En Pétur tæmir aðeins annað brjóstið þannig að konan neyðist til að tæma hitt eftir að hinn stóri og sterki Pétur er sofnaður. Gagnrýnendur og fræðimenn áttu í nokkrum vandræðum með að skýra þetta dularfulla táknmál á sínum tíma. Þeir sem lengst ganga í dæmisögutúlkuninni og lesa söguna sem allegoríu um herstöðina á Miðnes- heiði verða að sjálfsögðu að þýða hvert atriði frásagnarinnar yfir í söguna sem býr að baki. Menn hafa gengið svo langt að segja að konan sé tákn fósturjarðarinnar sem er þrungin lífssafa, eiginmaðurinn sé þjóðin, sem teygar lífsveigar sínar af brjósti hennar en menn á sömu línu hafa bent á að þá hefði konan átt að láta leigjandann, bandaríska hermanninn, tæma hitt brjóstið.10 Þessi lestur minnir á guðfræðilegar skýringar á Ljóðaljóðum Biblíunnarþar sem erótískar lýsingar á líkama unnustunnar voru túlkaðar á eftirfarandi hátt: hægra brjóst konunnar átti að tákna Gamla testamentið, vinstra brjóstið átti að tákna Nýja testamentið — og kynlíf hennar og unnustans átti að tákna þörf hins kristna safnaðar fýrir Biblíuna—orð Guðs. En ef við lítum á grunnþættina í þessu atriði frásagnarinnar þá er ljóst að þarna er konan í hlutverki móður en Pétur í hlutverki barns. Athöfnin er kynferðisleg, hann fær það sem hann vill en hún verður að bæla þarfir sínar, hann sækir styrk sinn til hennar eins og barn til móður svo að kannski má segja að þarna sé verið að lýsa sambandi karls og konu, — þar taki konan við hlutverki móðurinnar. Allt heimilislífið er í skugga paranojunnar, það sem gildir er að vantreysta reynslu sinni og vera ætíð viðbúinn blekkingu. Umhverfið er fjandsamlegt og situr um að finna snögga bletti á manni. Engu er að treysta. Báðir fætur jafnlangir f nýja húsinu er eins og konan nái að rífa sig undan öryggisleysinu, hún er orðin drottning í ríki sínu, hún lætur ekki Pétur og leigjandann stjórna sér heldur má segja að hún taki við stjórninni að nokkru leyti. Það er þó kannski þvingaður leikur fýrir hana því að fljótlega fara að gerast undarlegir hlutir á heimilinu nýja. f húsinu kemur aðeins eitt par af inniskóm í leitirnar og til að gera ekki upp á milli Péturs og leigjandans afhendir konan þeim hvorum sinn skóinn. Upp frá því fer annar fótur hvors þeirra að styttast og þeim reynist erfitt að hreyfa sig. Þrátt fýrir aukið öryggi grípur öryggisleysið konuna aftur og það er ekki fýrr en hún leggur lófann að einum vegg stofunnar að það hverfur: „Þannig stóð hún þangað til hún gat ekki lengur greint að húð sína og steininn, en 110 TMM 1995:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.