Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 112
— sterkur á ný og tilbúinn til að ljúka byggingunni. En Pétur tæmir aðeins
annað brjóstið þannig að konan neyðist til að tæma hitt eftir að hinn stóri
og sterki Pétur er sofnaður.
Gagnrýnendur og fræðimenn áttu í nokkrum vandræðum með að skýra
þetta dularfulla táknmál á sínum tíma. Þeir sem lengst ganga í
dæmisögutúlkuninni og lesa söguna sem allegoríu um herstöðina á Miðnes-
heiði verða að sjálfsögðu að þýða hvert atriði frásagnarinnar yfir í söguna
sem býr að baki. Menn hafa gengið svo langt að segja að konan sé tákn
fósturjarðarinnar sem er þrungin lífssafa, eiginmaðurinn sé þjóðin, sem
teygar lífsveigar sínar af brjósti hennar en menn á sömu línu hafa bent á að
þá hefði konan átt að láta leigjandann, bandaríska hermanninn, tæma hitt
brjóstið.10 Þessi lestur minnir á guðfræðilegar skýringar á Ljóðaljóðum
Biblíunnarþar sem erótískar lýsingar á líkama unnustunnar voru túlkaðar
á eftirfarandi hátt: hægra brjóst konunnar átti að tákna Gamla testamentið,
vinstra brjóstið átti að tákna Nýja testamentið — og kynlíf hennar og
unnustans átti að tákna þörf hins kristna safnaðar fýrir Biblíuna—orð Guðs.
En ef við lítum á grunnþættina í þessu atriði frásagnarinnar þá er ljóst að
þarna er konan í hlutverki móður en Pétur í hlutverki barns. Athöfnin er
kynferðisleg, hann fær það sem hann vill en hún verður að bæla þarfir sínar,
hann sækir styrk sinn til hennar eins og barn til móður svo að kannski má
segja að þarna sé verið að lýsa sambandi karls og konu, — þar taki konan
við hlutverki móðurinnar.
Allt heimilislífið er í skugga paranojunnar, það sem gildir er að vantreysta
reynslu sinni og vera ætíð viðbúinn blekkingu. Umhverfið er fjandsamlegt
og situr um að finna snögga bletti á manni. Engu er að treysta.
Báðir fætur jafnlangir
f nýja húsinu er eins og konan nái að rífa sig undan öryggisleysinu, hún er
orðin drottning í ríki sínu, hún lætur ekki Pétur og leigjandann stjórna sér
heldur má segja að hún taki við stjórninni að nokkru leyti. Það er þó kannski
þvingaður leikur fýrir hana því að fljótlega fara að gerast undarlegir hlutir á
heimilinu nýja. f húsinu kemur aðeins eitt par af inniskóm í leitirnar og til
að gera ekki upp á milli Péturs og leigjandans afhendir konan þeim hvorum
sinn skóinn. Upp frá því fer annar fótur hvors þeirra að styttast og þeim
reynist erfitt að hreyfa sig.
Þrátt fýrir aukið öryggi grípur öryggisleysið konuna aftur og það er ekki
fýrr en hún leggur lófann að einum vegg stofunnar að það hverfur: „Þannig
stóð hún þangað til hún gat ekki lengur greint að húð sína og steininn, en
110
TMM 1995:3