Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 36
I mörgum síðari tíma ævintýrum má finna leifar af minninu um álaga-
sendingu eftir konu, þar sem tilgangurinn er ekki gagngert sá að leita uppi
ákveðna konu. Söguhetjan er send á afskekkta staði, oftast nær til trölla, og
þá annað hvort til að sækja tiltekinn hlut eða hljóta skaða af. Þessar sendingar
geta ýmist verið forsendingar eða lagðar á með álögum. Þegar hetjan hefur
leyst verkefni sitt og sigrast á tröllunum bjargar hún jafnframt prinsessu úr
háska og fær hennar. Hetjunni hlotnast því kona og konungdæmi fýrir
hugrekki sitt og hreysti.20
En hvernig sem álagasendingar eft ir konu eru annars til komnar, þá þjóna
þær í raun því hlutverki einu að leiða saman tilvonandi hjón.
Uppruni
Stjúpuminnið var, eins og áður segir, gífurlega vinsælt og útbreitt minni.
Vegna eðlis, sem felur í sér sammannlega reynslu, er ekki auðvelt að tengja
uppruna þess ákveðnu menningarsvæði, en þó voru vinsældir þess og út-
breiðsla mismikil meðal einstakra þjóða. Landnámsmenn íslands hafa að
öllum líkindum þekkt minnið um vondu stjúpuna, enda kemur það fýrir í
hinu upprunalegra formi — án álaga — í elstu bókmenntum okkar.
Sögur af vondum stjúpum sem leggja á stjúpbörn sín þekkjast líka víða.
Stjúpu- og álagaminni nágrannalandanna eru yfírleitt myndhverfandi, þ.e.
mönnum er umbreytt, t.d. í dýr. Slíkar sögur voru þó ekki algengar nema á
íslandi og gelísku menningarsvæði. Það má gera ráð fýrir að myndhverfandi
álög hafi borist úr suðaustlægum áttum til Evrópu, þar með talið til Bret-
landseyja og Skandinavíu og að lokum til íslands. Stjúpuminnið í sögum frá
Skandinavíu og Færeyjum er þó þegar á heildina er litið annars eðlis en á
íslandi. Sögurnar bera raunverulegra yfirbragð og standa nær fólkinu og
daglegu lífi þess. Ekki er um að ræða eins skörp skil milli raunveruleikans og
hins ímyndaða ævintýraheims, eins og í íslensku sögunum. Þær standa því í
rauninni, þrátt fyrir staðlað yfirbragð, nær þjóðsögnum en ævintýrum.
Meðal Gela (þ.e. Ira og afkomenda þeirra í öðrum löndum, s.s. Skotlandi)
þróaðist álagaminnið með þeim sérstaka hætti að til urðu álagasendingar.21
Myndhverfandi álög lifðu áfram, en þetta sérstaka afbrigði virkaði öðruvísi,
þar sem álögin lögðust á sálina og varð sem þolandinn fengi annan vilja en
sinn eiginn, þar til ákveðinni sendiför var lokið. Álagasendingarnar þekkjast
svo til eingöngu í sögum Gela og ísiendinga og eru þar af leiðandi einstakur
vitnisburður um þróun og gengd munnmæla. Aðeins tvö dæmi finnast á
öðrum Norðurlöndum, og er þar um að ræða síðari tíma áhrif frá íslandi.22
Menn hafa því litið til írlands í leitinni að uppruna, enda eru ýmis þjóðsagna-
og ævintýraminni sem þekkjast hérlendis algeng meðal Gela. Allir þeir sem
34 TMM 1995:3
J