Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Blaðsíða 59
annars vegar vísar það til lillu Heggu, frásögnin er sálmurinn um hana,
blómið hans Sobbeggi afa og lýsir væntumþykju hans. Hins vegar er hér
fólgin vísun í leiðarminni sögunnar sem stöðugt skýtur upp kollinum:
söguna af því þegar amma hans dó og afi hans var fullur og sálmurinn var
sunginn um blómið. Þessi saga tengir aldirnar: saga af gömlu fólki frá æsku
Þórbergs sem hann sagði lillu Heggu orðinn gamall maður og hún átti að
segja unga fólkinu þegar hún væri sjálf orðin gráhærð kerling, þegar íslenskar
sögur væru dánar á íslandi.12 Hér kemur fram vissan um allt hið forgengilega
í lífinu, en jafnframt einhver andleg spekt og fullvissa um æðri leiðsögn þegar
jarðvist lýkur. Hennar njóta þeir sem hafa reynt að þroskast og dafna að visku
og skilningi í lífinu. Fræðarastarf Þórbergs miðar að því að hjálpa lillu Heggu
nokkuð á leið, enda er himnaríki, eins og hann segir á einum stað og lætur
þau ummæli Skaparanum í munn, ekki fávitahæli.
Heimildir
Matthías Johannessen. 1989.1 kompaníi við Þórberg. [Endurútgáfa á ritinu / kompa-
níi við allífið.] Reykjavík, Almenna bókafélagið.
Sigfus Daðason. 1981. Þórbergur Þórðarson. Andvari — nýr flokkur XXIII, Reykja-
vík.
Þórbergur Þórðarson. 1980. Sálmurinn um blómið. 2. útgáfa. Reykjavík, Mál og
menning. [Kom fyrst út í tveimur bindum á árunum 1954-55 hjá Helgafelli.]
Aftanmálsgreinar
1 Sálmurinn um blómið, bls. 205-6.
2 Sama rit, bls. 92.
3 Sama rit, bls. 252.
4 Sama rit, bls. 252.
5 Sama rit, bls. 215.
6 Sama rit, bls. 77-8.
7 Sama rit, bls. 22.
8 Sama rit, bls. 42.
9 Sama rit, bls. 206.
10 Sjá grein Sigfúsar Daðasonar í Andvara 1981, bls. 20-21.
11 Svo eru nefnd fjögur rit sjálfsævisögulegs eðlis: Steinarnir tala (1956), Um lönd
oglýði (1957), Rökkuróperan (1958), „Fjórðabók“ (fyrst prentuð í heildarútgáfu
Máls og menningar 1975).
12 Sálmurinn um blómið, bls. 84.
TMM 1995:3
57