Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1995, Page 54
um að spara orð og peninga.“ „Mammagagga skildi, að hún átti að kveikja ljósið. Litla manneskjan var hagsýn í sér eins og Mammagagga frændkona hennar.“ Þórbergur lýsir víða í bókinni lifnaðarháttum sínum og sérkennum sem alþjóð þekkti nokkuð vel: gönguferðunum fram í Effersey, líffæraverk- föllunum, mælingaástríðunni, nákvæmninni, sérfræðingunum, hjátrúnni og trúgirninni. En Margréti er lýst sem ástríðufullum og metorðagjörnum (les: snobbuðum) unnanda nútímalistar, snakillri og „skeptískri“. Saman við þessar lýsingar er tvinnað frásögnum af vinum og kunningjum þeirra hjóna, sem hafa áreiðanlega skemmt sér konunglega yiír nafngiftum lillu Heggu: herra og frú Andrésson, maður ljótu konunnar, o.s.frv. Sögur Sobbeggi afa Þórbergur fer víða á flug í Sálminum og moðar úr efnivið sem honum hefur verið hugleikinn fyrr á höfundarferli sínum. Hann skrifar pólitískar ádrepur, hugleiðingar um annan heim, frásagnir af yfirnáttúrulegum atburðum, þjóðlegar sagnir og nær að senda Snæfellingum tóninn, einhvers konar eftirhreytur af ritun ævisögu sr. Árna prófasts Þórarinssonar. Lítum á eitt sýni úr þessum þætti bókarinnar: „Svona púa þeir svörtu. Og ríku mennirnir og margir aðrir, sem eru mikið á móti Rússum og kommúnistum í starfsmálunum, þeir fara að hugsa þetta sama og segja þetta sama við fólkið, og þeir verða óskaplega hræddir, og fólkið, sem trúir þeim, verður líka óskaplega hrætt, og mikið af fólkinu fer að hamast við að búa til fádæmis undur af byssum og sverðum og atómsprengjum og flugvélum og stríðsskipum til þess að gera stríð á móti Rússum og öllum kommúnistum. „Og svo skal vatnssprengjan koma,“ segja þeir, „sem skal geta sprengt allan heiminn. Það er betra að sprengja allan heiminn en að láta kommúnista eyðileggja lýðræðið og frelsi þjóðanna."3 Hér má finna ýmis stíleinkenni sem telja verður nokkuð dæmigerð fyrir margt í Sálminum. Þórbergur talar mjög opinskátt um það sem er ekki hægt að kalla annað en innrætingarherferð hans gagnvart varnarlausum telpu- hnokka og mætti segja mér að einhverjar ffúr í Vesturbæ hafi fengið hland fyrir hjartað er þær lásu. í þessari herferð er fylgt algjörri einstefnu og ekki reynt að ýta undir víðsýni hjá litlu manneskjunni. Hér lýsir Þórbergur því hvernig „svörtu andarnir úr ljótu sveitunum“ púa í eyrun á fólki ósannind- um og haturslygi um Sovétríkin. Andstæðurnar eru skýrar: ríku, vondu mennirnir gegn (góðu) Rússunum og kommúnistunum. Lýsingar eru gild- 52 TMM 1995:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.